Olíuleit á Drekasvæði
Orkustofnun veitir leyfi til leitar, rannsóknar og vinnslu á kolvetni. Leitarleyfi eru ekki sérleyfi og er ávallt opið fyrir umsóknum um slík leyfi. Leyfi til rannsóknar og vinnslu á kolvetni eru sérleyfi og eru veitt í útboðum.
Olíuleit á íslenska landgrunninu er á byrjunarstigi. Þrátt fyrir það er töluvert til af jarðeðlisfræðilegum gögnum, þ.m.t. gögn frá háskólum og rannsóknastofnununum, gögn sem stjórnvöld hafa látið safna og gögn sem hefur verið safnað af einkafyrirtækjum.