• header_oliuleit

Olíuleit á Drekasvæði

Orkustofnun veitir leyfi til leitar, rannsóknar og vinnslu á kolvetni. Leitarleyfi eru ekki sérleyfi og er ávallt opið fyrir umsóknum um slík leyfi. Leyfi til rannsóknar og vinnslu á kolvetni eru sérleyfi og eru veitt í útboðum.

Olíuleit á íslenska landgrunninu er á byrjunarstigi. Þrátt fyrir það er töluvert til af jarðeðlisfræðilegum gögnum, þ.m.t. gögn frá háskólum og rannsóknastofnununum, gögn sem stjórnvöld hafa látið safna og gögn sem hefur verið safnað af einkafyrirtækjum.


Lög og reglugerðir

Starfsemi tengd leit, rannsóknum og vinnslu kolvetnis fellur undir sérstök lög s.k. kolvetnislög, ásamt reglugerðum og reglum þeim tengdum. Til viðbótar eiga við ýmis lög og reglur varðandi skattlagningu, umhverfis- og vinnuvernd. 

Leyfisveitingar

Íslenska ríkið er eigandi kolvetnis skv. kolvetnislögunum. Leyfi frá Orkustofnun þarf til að fá heimild fyrir leit, rannsóknum og vinnslu á kolvetni. Annars vegar er um að ræða leitarleyfi, en hins vegar rannsóknar og vinnsluleyfi.

Svæði og gögn

Á landgrunni Íslands eru tvö svæði þar sem talið er mögulegt að finna jarðolíu eða jarðgas í nýtanlegu magni. Þetta eru Drekasvæðið austur og norðaustur af landinu og Gammsvæðið úti fyrir  Norðurlandi.

Landgrunnsvefsjá

Landgrunnsvefsjá veitir aðgang að upplýsingum um gögn sem tengjast landgrunni Íslands, en fyrst um sinn er þar einkum efni frá Drekasvæðinu er varðar útboð á sérleyfum til rannsókna og vinnslu á hafsbotni.