SJÁLFBÆR

FRAMTÍÐ

Ársskýrsla Orkustofnunar

Notið örvarnar á lyklaborðinu

ORKU

Í áratugi hefur íslenska þjóðin vakað yfir framtíð sinni, fjárfest í auðlindum og nýtt á ólíka vegu. Þar er orkan engin undantekning. Hún hefur fært okkur hita fyrir heimilin, ljós í hvert hús og mótað atvinnuvegi á fjölbreytta vegu. Í dag eru loftslagsmálin lykilmál orkumálanna og þar er Ísland í einstakri stöðu. Við getum, með réttum áherslum, orðið fyrsta þjóðin í heiminum til að reka heilt samfélag á grænni orku ef við klárum orkuskiptin. Slíkur árangur yrði ólympíugull í grein sem skiptir alla máli og hefði jafnframt margfeldisáhrif fyrir samvinnu og samkeppnishæfni Íslands.

 

Orkustofnun er vakin og sofin yfir því að styðja stjórnvöld við að uppfylla loftslags-skuldbindingar sínar í tæka tíð og styðja þar með við lykilmarkmið orkustefnu Íslands. Á undanförnu ári hefur stofnunin því endurskipulagt alla starfsemi sína með það að markmiði að geta betur miðlað upplýsingum og veitt stjórnvöldum ráðgjöf varðandi framkvæmd verkefna sem fleyta okkur í mark. Sjá má þessar áherslur skýrt í nýju skipuriti stofnunarinnar sem nýtist sem farartæki inn í þá framtíðarsýn og endurspeglar um leið afrakstur stefnumótunar sem unnin var með starfsmönnum og innleggi fjölda hagaðila. Stefnan var samþykkt af ráðherra og kynnt í ríkisstjórn í október 2021. Hún kristallar metnaðarfulla framtíðarsýn á öllum sviðum stofnunarinnar og dregur fram áherslu stofnunarinnar á að gera sitt allra besta fyrir viðskipta-vin sinn; íslensku þjóðina.

Lögð er áhersla á sjálfbæra þróun, framsýni, nýtni og fagmennsku í umgjörð leyfisveitinga og eftirliti með nýtingu orkulinda, vatns og jarðefna sem starfssvið stofnunarinnar nær yfir. Jafnframt er stofnað til nýs sviðs orkuskipta, loftslagsmála og nýsköpunar til að ná sérstaklega fram möguleikum stofnunarinnar í að styðja við markmið hins opinbera á vettvangi loftslagsmála.  Gagna- og greiningarmál eru efld enda eru áreiðanleg og aðgengileg gögn forsenda upplýstrar ákvarðanatöku og vitneskju um hvernig okkur miðar í átt að markmiðum, og sömuleiðis er stafræn vegferð í forgrunni sem skiptir lykilmáli fyrir aðgengi upplýsinga, miðlun til notenda sem sækja þjónustu til stofnunarinnar.

 

Á undanförnu ári sem jafnframt er fyrsta ár undirritaðrar sem orkumálastjóra hefur verið ólýsanlegt að finna kraftinn í samstarfsfólki og metnað til góðra verka. Þá hefur verið ánægjulegt að sjá hversu margir hafa sótt um auglýst störf við innleiðingu á nýju skipuriti.

I   Ávarp Orkumálastjóra 1/2

Enn fremur hefur verið lærdómsríkt að styðja við þær utanaðkomandi breytingar sem hafa verið á starfsumhverfi stofnunarinnar, en ný ríkisstjórn leiddi af sér nýtt ráðuneyti og nýr ráðherra tók við málaflokknum. Telur stofnunin að nýjar áherslur sem birtast samtvinnun umhverfis-, orku- og loftslagsmála í eitt ráðuneyti, vera jákvætt skref sem feli í sér mikla möguleika. Orkumálin eru kjarninn í loftslagsmálum, og orkumálin eru líka nátengd náttúrunni og umhverfinu sem hún fæðist í og hefur áhrif á. Því getur breið þekking og samvinna innan ráðuneytisins fært málaflokknum nýjar víddir og aukna möguleika á farsælum lausnum. Er Orkustofnun þakklát fyrir hlýjar móttökur og góða samvinnu við ráðherra og ráðuneyti í þeim fjölmörgu krefjandi verkefnum sem komið hafa upp í því álagsprófi sem regluverk orkumálanna hefur verið í að undanförnu. Hér er vísað til sögulega lágrar vatnsstöðu í vetur, einna mestu truflana vegna óveðra í um 30 ár, og einstaks ástands á orkumörkuðum í Evrópu sem hefur aukið eftirspurn eftir orku hér á landi mikið.

 

Álagsprófið hefur gert það ljóst að þörf er á endurbótum regluverks víða. Hér er bæði átt við umbætur regluverks um orkumarkaði í Evrópu sem og regluverk sem tengist öðrum sviðum stofnunarinnar s.s. vatnstöku og jarðefnum sem einnig verður meiri ásókn í þegar afurðaverð er hátt. Ljóst er að meiri áhersla á auðlindamál, sem er kjarninn í velsæld þjóða, skiptir miklu máli á þessum tímapunkti þar sem ásókn er mikil, tækifærin mörg, en mikilvægt að vanda leiðina, hafa heildarsýn og tryggja að íslendingar geti litið stoltir til baka. Í þeirri vegferð mun skipta máli að efla mannauð stofnunarinnar enn frekar því starfsemin er afar brothætt eins og staðan er í dag svo nægjanlega margar hendur verði til taks við verkefni komandi tíma.

 

Á sviði orkuskipta eru stór verkefni framundan tengd innviðum og hröðun á innleiðingu tækni. Í því samhengi mun nýtt svið orku-, loftslagsmála og nýsköpunar stofnunarinnar styðja vel við en undir því eru bæði starfsemi Orkuseturs og umsjón Orkusjóðs sem hefur vaxið mikið á undanförnum árum með stuðningi ráðuneytis. Einnig tengjast þessi verkefni raforkueftirliti og leyfisveitingum sem eru kjarninn í lögbundnu hlutverki Orkustofnunar. Í heildarumgjörð eru möguleikar á að skapa hvata til þess að orkuframleiðsla skili sér í orkuskiptaverkefni, þar sem eðli slíkrar orkunotkunar er ólíkt hefðbundnum orkukaupendum hér á markaði, sem oft gera langtímasamninga um mikla orku, og  orkuskiptaverkefni því ekki endilega samkeppnishæf á þessum tímapunkti. Framundan eru einnig margvísleg tengd verkefni m.a. að styrkja löggjöf og innleiða reglugerð um raforkuöryggi almennings. Þá þarf að afgreiða rammaáætlun sem nær yfir ólíka nýtingu auðlinda okkar og skiptir máli fyrir jafnvægi í nálgun og heildarsýn.

 

Orkustofnun er falin mikil og fjölþætt ábyrgð í auðlindamálum í lögum landsins og gegnir veigamiklu hlutverki í að lykilmarkmiðum stjórnvalda verði náð eins og hér hefur verið tíundað. Framundan eru ærin verkefni og mun stofnunin leggja áherslu á að sinna þeim af metnaði, fagmennsku og heilindum fyrir komandi kynslóðir sem njóta landsins og ávaxta þess um ókomna tíð.

 

I   Ávarp Orkumálastjóra 2/2

Halla Hrund Logadóttir — Höfundur er orkumálastjóri

Orkustofnun heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Hlutverk hennar er markað af sérlögum um stofnunina og öðrum lögum. Orkustofnun gegnir víðtæku hlutverki á sviði auðlinda- og orkumála m.a:

II   Stjórnsýsluhlutverk   1/3

Hlutverk Orkustofnunar

Í lögum er kveðið á um að stofnunin skuli meðal annars:

 • vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um orku- og auðlindamál,
 • standa fyrir rannsóknum á orkubúskap, orkulindum hafsbotnsins og öðrum jarðrænum auðlindum landsins, til að unnt sé að veita stjórnvöldum ráðgjöf um skynsamlega og hagkvæma nýtingu þeirra,
 • safna, og miðla gögnum um orkulindir, jarðrænar auðlindir, nýtingu þeirra og orkubúskap landsmanna,
 • vinna að áætlanagerð til langs tíma um orkubúskap þjóðarinnar og hagnýtingu orkulinda,
 • stuðla að samvinnu þeirra sem sinna orkurannsóknum og samræmingu slíkra verkefna.
 • að fylgjast, í umboði ráðherra, með framkvæmd opinberra leyfa sem gefin eru út til rannsóknar og nýtingar jarðrænna auðlinda og reksturs orkuvera og annarra meiri háttar orkumannvirkja,
 • að annast umsýslu Orkusjóðs.
 • að annast önnur verkefni er stofnuninni eru falin.

Stefnumarkandi hlutverk

Orkustofnun veitir opinber leyfi til:

 • rannsókna og nýtingar á jarðrænum auðlindum,
 • breytinga á vatnsfarvegum og söfnunar vatns í miðlunarlón,
 • reksturs orkuvera og flutningsvirkja raforku og fylgist með framkvæmd þessara leyfa.

Stefnumarkandi hlutverk

Innan stofnunarinnar er starfandi raforkueftirlit sem hefur eftirlit með því að fyrirtæki á raforkumarkaði starfi í samræmi við raforkulög. Orkustofnun er sjálfstæð í ákvörðunum sínum þegar stofnunin sinnir raforkueftirliti samkvæmt raforkulögum.

II   Stjórnsýsluhlutverk  2/3

Raforkueftirlit

Orkustofnun sinnir hlutverki sem hagtöluframleiðandi og felst það m.a. í árlegri söfnun umfangsmikilla talnagagna um orkuframleiðslu, orkunotkun og orkuverð. Upplýsingarnar eru sendar til Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) í samræmi við EES samninginn og til Alþjóða orkumálastofnunarinnar (International Energy Agency).

Hagskýrslur um orkumál

Orkustofnun fer einnig með leyfisveitingarvald samkvæmt ákvæðum laga um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, svo og laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis og eftirlit með netöryggi orkufyrirtækja.

Annað eftirlit

Orkustofnun fer með umsýslu niðurgreiðslna húshitunarkostnaðar, niðurgreiðslur á dreifingu orku í dreifbýli og niðurgreiðslur á raforkuframleiðslu utan samveitna.

Niðurgreiðslur

Orkustofnun sinnir leiðbeiningarskyldu sinni og upplýsingagjöf gagnvart innlendum og erlendum aðilum.

Upplýsingamiðlun

Orkustofnun hefur aflað gagna um orkurannsóknir og orkunýtingu landsins í langan tíma. Stór hluti þeirra gagna sem hafa orðið til í starfsemi Orkustofnunar er stafrænn og vistaður í gagnagrunnum og/eða landupplýsingakerfum og miðlað á vefnum eftir föngum.

Gagnamál

Stofnunin fer með stjórnsýslu- og leyfisveitingarvald. Til að sinna þessu hlutverki er lögð áhersla á þverfaglega vinnu sérfræðinga stofnunarinnar í hverju máli fyrir sig.

II   Stjórnsýsluhlutverk  3/3

Auðlindanýting

Stofnunin sinnir auknu alþjóðlegu samstarfi á öllum sínum sviðum innan EES, Norðurlandanna og víðar.

Alþjóðlegt samstarf

Sjóðurinn er í eigu ríkisins og er hlutverk hans að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkulinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Sér stjórn er yfir Orkusjóði.

Orkusjóður

Hlutverk setursins er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar. Sér stjórn er yfir Orkusetri.

Orkusetur

III   Skipurit Orkustofnunar

Svið eftirlits

Greining og gagnavinnsla

Svið sjálfbærrar auðlindanýtingar

Rekstur og mannauður

Samskipti og alþjóðamál

Eftirlit raforku

Vindorka,
jarðefni,
jarðvarmi,
vatnsorka
o.s.frv

Svið loftslagsbreytinga, orkuskipti og nýsköpun

Eftirlit auðlinda

Orkusjóður

Orkusetur

Orkuskiptateymi

Ráðherra

Orkumálastjóri

Skrifstofa Orkumálastjóra
Ráðgjöf til stjórnvalda

Ráðgjafaráð

Stjórn

IV   Leyfisveitingar   1/4

OS-2021-L001-0 
Leyfi til handa Björgun ehf. til efnistöku af hafsbotni utan netlaga í Kiðafellsnámu í Hvalfirði, útgefið þann 15. janúar 2021.

Leyfisveitingar

Orkustofnun fer með leyfisveitingarvald og eftirlit með leyfum samkvæmt ákvæðum laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998 (auðlindalögum), raforkulögum, nr. 65/2003, lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990 og samkvæmt ákvæðum vatnalaga, nr. 15/1923. Orkustofnun fer einnig með leyfisveitingarvald samkvæmt ákvæðum laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001. Leyfisveitingar Orkustofnunar eru kæranlegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ÚUA og Úrskurðarnefndar raforkumála ÚR. Þær ákvarðanir stofnunarinnar sem ekki eru kæranlegar til þessara nefnda skv. lögum eru kæranlegar til ráðherra. Engar kærur bárust á árinu vegna leyfisveitinga og gildandi leyfa er varða auðlindanýtingu og raforkuframleiðslu.

OS-2021-L002-01 
Leyfi til handa Fjarðabyggðarhöfn til leitar og rannsókna á lausum jarðefnum á tilgreindu svæði á hafsbotni utan netlaga í Reyðarfirði, útgefið þann 15. janúar 2021.

OS-2021-L003-01 
Leyfi til handa Orku Náttúrunnar til að stunda raforkuviðskipti, útgefið þann 21. janúar 2021.

OS-2021-L004-01 
Rannsóknarleyfi til handa Orkubúi Vestfjarða hf. vegna áætlana um 9,9 MW uppsett afl virkjunar fallvatns í Þjóðbrókargili í Steingrímsfirði í Strandabyggð, útgefið þann 15. febrúar 2021.

OS-2021-L005-01 
Virkjunarleyfi til handa Landsvirkjun vegna  Sultartangavirkjunar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, útgefið þann 15.febrúar.2021.

IV   Leyfisveitingar   2/4

Leyfisveitingar

OS-2021-L006-01 
Rannsóknarleyfi til handa Fallorku ehf. vegna áætlana um virkjun Þormóðsstaðaár í Þormóðsdal og Núpár í Sölvadal, Eyjafjarðarsveit, útgefið þann 15. febrúar 2021.

OS-2021-L007-01 
Rannsóknarleyfi til handa JGKHO ehf. vegna áætlana um allt að 30 MW sjávarfallavirkjun í Gilsfirði í Dalabyggð og Reykhólahrepp, útgefið þann 26. febrúar 2021.

OS-2021-L008-01 
Leyfi til handa Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. til hagnýtingar kalkþörungasets af hafsbotni utan netlaga á tilgreindum svæðum í Ísafjarðardjúpi, útgefið þann 17. mars 2021.

OS-2021-L009-01
Leyfi til handa Björgun ehf. til efnistöku af hafsbotni utan netlaga við Engey í Kollafirði, útgefið þann 17. mars 2021.

OS-2021-L010-01
Nýtingarleyfi til handa Hitaveitufélagi Hvalfjarðar sf.á jarðhita á Hrafnabjörgum, Hvalfjarðarsveit, útgefið þann 8. apríl 2021.

OS-2021-L011-01
Leyfi til handa ON Power ohf. að stunda raforkuviðskipti, útgefið þann 11. maí 2021.

OS-2021-L012-01
Nýtingarleyfi til handa Rifósi hf. til töku grunnvatns á Röndinni við Kópasker, í Norðurþingi, útgefið þann 21. maí 2021.

OS-2021-L013-01
Nýtingarleyfi til handa HS Orku hf. á jarðhita í Svartsengi í Grindavíkurbæ, útgefið þann 9. ágúst 2021.

IV   Leyfisveitingar   3/4

Leyfisveitingar

OS-2021-L014-01
Nýtingarleyfi til handa  Skagafjarðarveitum ehf. á jarðhita á Hverhólum, sveitarfélaginu Skagafirði, útgefið þann 27. september 2021.

OS-2021-L015-01
Rannsóknarleyfi til handa HS Orku hf. á jarðhita í Stóru Sandvík, útgefið þann 27. september 2021.

OS-2021-L016-01
Leyfi til handa Atlantsorku ehf. til að stunda raforkuviðskipti, útgefið þann 21. október 2021.

OS-2021-L017-01
Nýtingarleyfi til (handa hverjum í þgf.) til töku grunnvatns á tilgreindu svæði að Laxabraut 21, 23 og 25 í Þorlákshöfn,Ölfusi, útgefið þann 29. nóvember 2021.

Framlengingar á leyfum

OS-2018-L022-02
Framlenging á rannsóknarleyfi Reykjavík Geothermal á jarðhita við Bolaöldu, dags. 22. desember 2021.
Upprunalegt leyfi var gefið út 3. desember 2018.
OS-2018-L022-01

IV   Leyfisveitingar   4/4

Á árinu 2021 lagði Orkustofnun sérstaka áherslu á að skoða stjórnsýsluferli stofnunarinnar og var aukin áhersla lögð á vandaða stjórnsýslu við meðferð mála.  


Áframhaldandi endurskoðun á skipulagi stjórnsýsluverkefna Orkustofnunar var fram haldið með það fyrir augum að auka skilvirkni, einfalda og afmarka verkferla og skýra frekar ábyrgð og boðleiðir.


Stór hluti umsóknaeyðublaða er kominn í þjónustugátt og unnið hefur verið áfram að gerð rafrænna eyðublaða og samræmingu. Einnig hefur áhersla verið lögð á greiningu á framkvæmd og viðmiðum í eftirlitshlutverki stofnunarinnar, m.a. með virkjunarleyfum, rannsóknar- og nýtingarleyfum jarðhita og grunnvatns, og leyfum til leitar, rannsókna og nýtingar á auðlindum hafsbotnsins, ásamt innheimtu og skráningu margvíslegra gagna um nýtingu orku og auðlinda.

 

 

Umbætur í ferli leyfisveitinga

Samkvæmt raforkulögum hefur Orkustofnun eftirlit með raforkumarkaði.

V   Raforkueftirlit   1/7

Starfsemi raforkueftirlitsins

Eftirlitið skiptist í aðalatriðum í eftirtalda þætti:

 • Almennt eftirlit með framkvæmd raforkulaga
 • Eftirlit með kerfisáætlun flutningsfyrirtækis
 • Eftirlit með aðskilnaði rekstrarþátta í bókhaldi flutningsfyrirtækis og dreifiveitna
 • Setning tekjumarka
 • Eftirlit með gjaldskrám fyrir flutning og dreifingu raforku
 • Eftirlit með afhendingaröryggi og gæðum raforku
 • Eftirlit með neytendavernd á raforkumarkaði
 • Sinna ábendingum notenda sem telja að raforkufyrirtækin hafi brotið á sér

Upprunaábyrgðir

Samkvæmt lögum nr. 30/2008 um upprunaábyrgðir vegna raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum og reglugerð nr. 757/2012 um birtingu upplýsinga sem eru tengdar upprunaábyrgðum raforku, er Orkustofnun falið ákveðið eftirlitshlutverk varðandi útgáfu á upprunaábyrgðum.

 

Umræða og umfjöllun um upprunaábyrgðir hefur aukist og má oft sjá umfjöllun um upprunaábyrgðir í fjölmiðlum undanfarin ár.Til að fá aukna þekkingu á upprunaábyrgðum má benda á vef Orkustofnunar þar sem fyrir liggja upplýsingar um uppruna raforku á Íslandi í svokölluðum almennum yfirlýsingum.

 

Uppgjör og útreikningar á uppruna raforku á Íslandi fer fram á vorin fyrir síðastliðið almanaksár.  Nýjustu upplýsingar liggja því fyrir varðandi árið 2021, sem byggja á gögnum fyrir árið 2020, en tölur fyrir árið 2021 áttu að vera birtar á eða með rafmagnsreikningi notenda eigi síðar en 1. júlí 2021. Á árinu 2020 voru útgefin 18,4 TWh af upprunaábyrgðum sem er tæplega 2,2% minna en 2019 en þá voru gefin út 18,8 TWh.

 

V   Raforkueftirlit   2/7

Í meðfylgjandi töflu sést samhengið á milli raforkuframleiðslu og útgáfu upprunavottorða.  Við útreikninga á uppruna raforku á Íslandi eru dregnar frá útgáfu upprunavottorða afskráðar upprunaábyrgðir sem notaðar eru á Íslandi og svo afturkallaðar upprunaábyrgðir, þ.e. ábyrgðir sem hafa verið skráðar en síðan ekki seldar, ef það á við. Með afskráningu er átt við upprunaábyrgðir sem heimilt er að nota á Íslandi. Afskráning er nokkurn veginn sú sama milli ára og er fjöldi afskráninga innan við 1% meiri en frá 2019. Miðað við að raforkunotkun almennra notenda sé tæplega 20% af heildarrafmagnsnotkun hefur afskráning á árinu 2020 verið nægjanlega mikil til að allir almennir notendur ættu að geta lýst því yfir að þeirra raforkukaup séu 100% endurnýjanleg. En þá er líka ljóst að stóriðjan getur ekki skráð afskráningu upprunaábyrgða á móti sínum raforkukaupum.

 

Á árinu 2020 afskráðu sjö sölufyrirtæki raforku upprunaábyrgðir fyrir raforkusölu til almennra notenda og gaf Orkustofnun út sérsníðaðar yfirlýsingar fyrir þessi fyrirtæki. Viðskiptavinir þessara  fyrirtækja geta því vottað að þeir kaupa einungis rafmagn framleitt með endurnýjanlegri (grænni) orku. Yfirlýsingar sem Orkustofnun gaf út á árinu 2021 eru reiknaðar út frá tölum sem tilheyra rekstrarárinu 2020. Sjá má hvaða fyrirtæki þetta eru á vef Orkustofnunar. Eitt sölufyrirtæki fékk leyfi til raforkusölu í nóvember 2020 og hafði því ekki möguleika á að fá sérsniðna yfirlýsingu þannig að heildarfjöldi raforkusölufyrirtækja á árinu 2020 eru átta.

 

 

Raforkuframleiðsla

Upprunaábyrgðir

Reglur um viðskipti með orku eru hluti EES – samningsins og hafa verið frá gildistöku hans árið 1994. Orka er skilgreind sem vara og fellur því undir frjálsa vöruflutninga og lýtur samkeppnislögmálum. Orka er því hluti af fjórfrelsinu, frelsi vöru, þjónustu fjármagns og fólks, sem er grunnur að frjálsum viðskiptum á innri markaði ESB sem EES er hluti af.

 

Löggjöf ESB á sviði orkumála sem snerti Ísland snýr að því að koma á fót innri markaði fyrir raforku, auka notkun frá endurnýjanlegum orkulindum og bæta orkunýtni. Löggjöfin varðar einnig neytendavernd, umhverfisvernd, hagkvæmni í rekstri orkufyrirtækja, fyrirtækjaaðskilnaði, sérleyfis- og samkeppnisþáttum og jöfnu aðgengi að innviðum. Einnig falla undir svið orkumála eldsneyti, hiti, raftæki, orkumerkingar og fleira. Skipan eignarhalds og ákvarðanir um nýtingu orkuauðlinda eru ekki EES – málefni heldur alfarið á forræði aðildarríkjanna sjálfra.

Ísland og evrópskur raforkumarkaður

V   Raforkueftirlit   3/7

Raforkumarkaður og eftirlit

Raforkumarkaðurinn var opnaður undir lok 9. áratugarins, sem hluti af innri markaði ESB til að hefja frjálsa samkeppni með raforku til að auka hagkvæmni ekki síst fyrir neytendur. Þannig eiga neytendur að njóta góðs af lægra verði og frelsi til að versla við þá birgja sem þeim hugnaðist í stað þess að raforkukerfið í heild lyti alfarið yfirráðum raforkufyrirtækja sem önnuðust alla þætti raforkuframboðs í gegnum lóðrétta samþættingu, sem oft laut yfirráðum hins opinbera. Síðan 1990 hafa fjölmargar evrópskar tilskipanir og reglugerðir litið dagsins ljós sem lúta beint að innri raforkumarkaði Evrópu, sem teknar hafa verið upp í EES – samninginn, auk tilskipana sem hafa ýtt undir aukna samkeppni, þar með talið tilskipanir um opinber útboð.

 

Raforka er skilgreind sem markaðsvara þar sem vinnsla og kaup og sala á henni fara fram á viðskiptalegum forsendum á samkeppnismarkaði til að auka verðmætasköpun og hagkvæmni til hagsbóta fyrir neytendur. Flutningi og dreifingu raforku er sinnt af sérleyfisfyrirtækjum, sem sinna starfsemi sem eru í einokun. Skipulag og eðli raforkumarkaðarins kallar einnig á að fylgst sé með virkni hans og starfsemi frá degi til dags.
 

Raforkueftirlit Orkustofnunar fer með eftirlit með raforkumarkaðnum. Þar má helst nefna að fylgst er með að sérleyfisfyrirtækin starfi á skilvirkan og hagkvæman hátt, gjaldskrár endurspegli leyfð tekjumörk og að þessi fyrirtæki veiti seljendum og kaupendum raforku flutnings- og dreifingarþjónustu jafnt aðgengi að þjónustu sinni á gagnsæju og sanngjörnu verði.
 

Íslendingar standa frammi fyrir tækifærum er fylgja orkuskiptum sem geta haft mikil áhrif á hagsæld þjóðarinnar til framtíðar. Eftirspurnin eftir endurnýjanlegri orku og verðmæti hennar eykst dag frá degi og samkeppnisstaða raforkuframleiðslu á Íslandi hefur að undanförnu styrkst til muna. Tryggja þarf að sú orka sem framleidd er á Íslandi rati í orkuskipti þannig að markmiðum um skuldbindingar í loftslagsmálum verði náð en á sama tíma þarf forgangur í þágu almennings að vera skýr. Þar skiptir eftirlit með raforkumarkaðnum gífurlega miklu máli og greiningar á orkumarkaði skipta sköpum svo hægt sé að fylgjast með þeirri þróun.
 

Við erum um þessar mundir að endurskipuleggja starfsemi raforkueftirlitsins og höfum ráðið í tvær nýjar stöður einmitt í þeim tilgangi að efla greiningar og gagnaöflun þannig að okkar mikilvægasti viðskiptavinur, íslenska þjóðin, geti sótt upplýsingar á aðgengilegan hátt. Þannig er líka tryggt að upplýsingar séu réttar, uppfærðar reglulega fyrir stjórnvöld, atvinnulíf og almenning í landinu. Orkuskiptin hafa áhrif á starfsemi raforkueftirlits á öllum sviðum enda hafa þau jafnframt áhrif á sérleyfisfyrirtækin sem hafa og munu þurfa að halda áfram að fjárfesta í uppbyggingu innviða. Rafmagn er að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi í sífellt ríkari mæli í atvinnulífi og samgöngum um leið og hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla fjölgar ört við heimili landsmanna. Öll þessi þróun byggir á því að dreifikerfi rafmagns sé öruggt og skilvirkt og jafnframt þarf að huga að sveigjanleika í notkunarsvörum.
 

Raforkumarkaðurinn er vel til þess fallinn að ýta undir skynsamlega nýtingu, sjálfbærni og stuðla að frekari þróun grænnar verðmætasköpunar og tæknilausna en virkt eftirlit með markaðnum skiptir sköpum í því að þessum markmiðum verði náð í sátt við almenning.

 

V   Raforkueftirlit   4/7

Orkumarkaðurinn – eftirlit raforkueftirlitsins

Á árinu 2021 urðu gífurlegar hækkanir á raforkuverði í Evrópu sem ekki var séð fyrir. Mikið verðhrun átti sér stað í Kórónuveirufaraldrinum en þá var verð á Nordpool – raforkumarkaðnum langt undir 10 evrum á MW en á árinu 2021 var viðsnúningurinn afar hraður og fór verð yfir 100 evrur á MW. Á sama tíma hækkaði ál- og kísilverð umtalsvert og hefur ekki verið hærra um árabil. Ekki má heldur gleyma því að verðmæti endurnýjanlegra orkugjafa eykst dag frá degi. Stórnotendur eru nú þegar farnir að sjá hag sinn í því að framleiða afurðir með endurnýjanlegum orkugjöfum enda seljast slíkar afurðir á hærra verði en ella. Samkeppnisstaða raforkuframleiðslu á Íslandi hefur styrkst til muna og af þeim sökum hefur eftirspurnin aukist hratt hér á landi. Með slíkri eftirspurn er ekki ljóst að sú orka sem framleidd er á Íslandi rati í orkuskipti og markmiðum um skuldbindingar í loftslagsmálum verði náð, jafnvel þó að virkjað verði meira. Skýr sýn og stefna þarf að tryggja að raforkan okkar rati í samfélagslega mikilvæg verkefni og forgangur almennings sé skýr.

 

V   Raforkueftirlit   5/7

Hækkun raforkuverðs í Evrópu og áhrif á íslenskan raforkumarkað

Raforkueftirlit Orkustofnunar veitti umhverfis- loftslags og orkumálaráðuneytisins umsögn um löggjöf Evrópuþingsins og Ráðsins sem er hluti af stefnumótuninni „Clean energy for all Europeans“ sem felur í sér endurskoðun á helstu þáttum í orkulöggjöf ESB. Um er að ræða átta gerðir (fjórar reglugerðir og fjórar tilskipanir) og hafa þær verið birtar í Stjórnartíðindum ESB. Af gerðunum átta eru fjórar sem snerta raforkumarkaðinn og eru til skoðunar á vettvangi EFTA-ríkjanna. (Umræddar gerðir eru hluti af hreinorkupakkanum svokallaða „hrein orka fyrir alla“), og eru gerðirnar yfirgripsmikil uppfærsla á evrópskri orkustefnu sem miðar að orkuskiptum sem styðja við Evrópusambandið að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Orkugeirinn stendur fyrir næstum 70% af losun koltvísýrings innan ESB. Aukin framleiðsla á raforku með sjálfbærum aðferðum er því afar mikilvægur hlekkur í því að draga úr losun.
 

Umræddar gerðir hafa það markmið að stuðla að orkuskiptum í Evrópu á skilvirkan hátt. Orkumarkaðurinn hefur breyst mikið á undanförnum árum og horfið hefur verið frá miðstýrðu orkukerfi yfir í markaðsfyrirkomulag þar sem endurnýjanleg orkuframleiðsla hefur verið aukin á kostnað orkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur í för með sér áskoranir þar sem horfa þarf til margra þátta í regluverki um raforkumarkaðinn. Til dæmis má benda á að nauðsynlegt er að útfæra sveigjanleika í regluverkinu með aukinni orkunýtni og auknu samspili varmanotkunar og raforkuframleiðslu. Með endurútgefinni raforkutilskipun 2019/944, reglugerð um innri markað  fyrir raforku 2019/943 og reglugerð um samstarfs eftirlitsaðila á raforkumarkaði er lagður grunnur skipulagi markaðarins sem þarf að takast á við áskoranir á orkumarkaði um alla Evrópu. Þar er Ísland engin undantekning.

Hreinorkupakkinn

Raforkueftirlit Orkustofnunar benti í ítarlegri umsögn sinni á fjölmörg atriði í umræddum gerðum sem þyrfti að taka sérstaklega til skoðunar við innleiðingu umræddra gerða og huga þyrfti sérstaklega að sérstöðu Íslands í því samhengi. Sérstaklega þyrfti að kortleggja aukna ábyrgð og skyldur sem væru lagðar á dreifiveitur vegna orkuskipta og nýmæli um aukna neytenda vernd og virka neytendur, snjallmæla og aðkomu neytenda að slíkum sveigjanleika. Raforkueftirlitið benti á að framundan væri mikil áskorun að þróa regluverk og leikreglur vegna svokallaðra orkusamfélaga sem raforkutilskipunin opnar á. Ekki síst vegna þess að stjórnvöld munu þurfa að svara því hvernig orkusamfélög greiða fyrir og taka þátt í kostnaði við rekstur flutnings- og dreifikerfa og svo hvernig samkeppnisskilyrði annarra seljenda raforku verður gagnvart kaupendum raforku þegar orkusamfélag bæði dreifir, framleiðir og selur raforku innan vébanda sinna. Hins vegar bendir Orkustofnun einnig á að orkusamfélög búa til valkost og samanburð við núverandi uppbyggingu kerfisins og ættu, ef rétt er að staðið, að skapa grundvöll að hagkvæmari uppbyggingu raforkukerfisins en ella væri í boði til lengri tíma litið.
 

Þessi breyting felur í sér miklar áskoranir fyrir raforkueftirlit Orkustofnunar sem þarf í reynd að þróa regluverk og umgjörð með stjórnvöldum um hvernig komið verði á orkusamfélögum og þeim skyldum og heimildum sem þeim verða faldar. Einnig þarf raforkueftirlit Orkustofnunar að viðhafa sérstakt eftirlit með þessum samfélögum sem felur í sér auknar skyldur og kostnað í eftirlitstörfum stofnunarinnar.

 

 

V   Raforkueftirlit   6/7

Árið 2021 var afar annasamt hjá raforkueftirliti Orkustofnunar. Mikið verkefnaálag var og fjöldi kvartana sem bárust raforkueftirlitinu jukust um 50% en einnig voru margar ákvarðanir raforkueftirlitsins kærðar til úrskurðarnefndar raforkueftirlitsins.


Gjaldskrárbreytingar Landsnets

Landsnet kynnti á árinu ítarlegar breytingar á gjaldskrá flutningsfyrirtækisins og tilkynnti Orkustofnun gjaldskrárbreytinguna þann 5. nóvember 2021 með tveggja mánaða fyrirvara í  samræmi við 9. mgr. 12. gr. raforkulaga. Umræddar breytingar snúa að flutningsgjöldum vegna innmötunar, flutningsgjöldum til stórnotenda og gjaldskrá vegna flutningstapa og kerfisáætlun. Um er að ræða grundvallarbreytingu á uppbyggingu gjaldskrár flutningsfyrirtækisins sem hefur víðtæk áhrif. Breytingin á flutningsgjöldum vegna innmötunar fellst í því að í stað þess að framleiðendur borgi fast innmötunargjald í formi afhendingargjalds óháð stærð virkjunar eins og hefur verið reyndin frá 1. Október 2007, munu þeir nú borga gjald í samræmi við aflmörkun í tengisamningi virkjunar. Að mati Landsnets er um nauðsynlega breytingu sem leiðir til þess að kostnaður við fjárfestingar endurspeglist betur í gjaldskránni.

Helstu verkefni raforkueftirlitsins á árinu

Núverandi innmötunargjöld í formi fasts afhendingargjalds taki ekki mið af kostnaði við fjárfestingar í flutningskerfinu og veiti vinnsluaðilum því ekki merki um raunverulegan kostnað við innmötun raforku. Orkustofnun féllst breytingarnar í meginatriðum en setti þeim skilyrði sem snéru í fyrsta lagi að því að gildistöku breytinganna skyldi frestað til 1. Apríl 2022, í öðru lagi að Landsnet endurskoði netmála D3 og loks að Landsnet innleiði í gjaldskrá ákvæði sem taki tillit til afhendingaröryggis við gjaldtöku við úttekt á einstaka afhendingarstöðu og hafi um það samráð við dreifiveitur. Ákvörðun Orkustofnunar var kærð til úrskurðarnefndar raforkumála sem vísaði málinu frá.

 

Setning hagræðingarkröfu fyrir tekjumarkatímabilið 2021-2025

Raforkueftirlit Orkustofnunar vann að hagrænu mati á skilvirkni flutningsfyrirtækisins og dreifiveitna með það að markmiði að setja fyrirtækjunum hagræðingarkröfu fyrir næsta tekjumarkatímabil. Árið 2021 voru gerðar lagabreytingar á raforkulögum  þar sem kveðið var á um að ráðherra skyldi setja reglugerð um lögmæt viðmið fyrir matið skv.  9. mgr. 12. gr. og 9. mgr. 17.gr. raforkulaga nr. 65/2003.

Þar sem umrædd reglugerð hafði ekki verið sett var ekki unnt að framkvæma setningu hagræðingarkröfu fyrir tekjumarkatímabilið 2021 – 2025.

 

Starfsumhverfi smávirkjana

Raforkueftirlit Orkustofnunar leiddi vinnuhóp um starfsumhverfi smávirkjana. Lagðar voru til breytingar sem varða starfsumhverfi smávirkjana í tveimur meginþáttum; gjaldaumhverfið og tæknilega skilmála. Árangurinn af vinnu hópsins er eftirfarandi; reglugerð um framkvæmd raforkulaga var breytt, dreifiveitur hafa stofnað samráðsvettvang fyrir gerð tæknilegra tengiskilmála og fyrsti sameiginlegi tengiskilmálann er í umsagnarferli. Með vinnu hópsins tókst að koma til leiðar samræmdum og gagnsæjum skilmálum fyrir tengingu smávirkjana við flutningskerfið í gegnum dreifikerfið, sem gildir þá fyrir allar dreifiveitur en jafnframt tókst að færa saman forsendur fyrir útreikningi á kerfisframlagi milli flutnings- og dreifikerfa sem gerir samanburð raunhæfari á tengikostnaði smávirkjana við þessi tvö kerfi. Síðast en ekki síst tókst að jafna samkeppnisskilyrði á markaði með breytingum á tengigjöldum/kerfisframlagi og svo breytingu á gjaldskrá LN sem var ein af tillögum hópsins. Þess ber að geta að hópurinn gerði mjög ítarlegar greiningar sem voru grundvöllur að tillögum hans og breytingum sem fylgdu á eftir.

 

Smásölumarkaður raforku:

Raforkueftirlit Orkustofnunar leiddi vinnu um gerð og útgáfu samræmdra leiðbeininga um notendaskipti á markaði, framkvæmdi könnun um fyrirkomulag notendaskipta á markaði svo sem gerð og notkun samninga í raforkuviðskiptum almennra notenda og veitti umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðuneytinu um breytingu á reglugerð 1150/2019.

 

 

 

V   Raforkueftirlit   7/7

Aðgerðaáætlun ríkisins í loftslagsmálum á að mæta þeim skuldbindingum Íslands sem fylgja Parísarsamkomulaginu.  Vegasamgöngur eru stærsti losunarþáttur gróðurhúsaloftegunda sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Ásamt urðun eru vegasamgöngur sá losunarflokkur sem snertir alla landsmenn með beinum eða óbeinum hætti.
 

Samkvæmt aðgerðaráætlun þarf losun frá vegasamgöngum að minnka um 21% frá viðmiðunarárinu 2005.  Hámarkslosun frá vegasamgöngum þarf því að vera komin niður í 615 þúsund tonn CO2 árið 2030. Árið 2018 var losunin 979 þúsund tonn CO2.
 

Einn stærsti vandinn við að fylgja eftir slíkri áætlun er annars vegar að meta hvað þarf til að ná þessum markmiðum og hins vegar að meta hvernig gengur á hverjum tíma. Orkusetur hefur smíðað afar einfaldaða útgáfu af vegvísi um orkuskipti í samgöngum til að auðvelda greiningu á þörf og stöðu vegasamgangna miðað við ofangreind markmið. Orkusetur hefur sett saman einfaldaðan bifreiðaflota í öllum flokkum sem losar ekki meira en þau 615 þúsund tonn sem aðgerðaráætlunin gerir ráð fyrir að losun frá vegasamgöngum verði að hámarki árið 2030.
 

Í þessari einföldu nálgun er gert ráð fyrir að fjöldi ökutækja aukist um 10% og að eldsneytisnýtni þeirra ökutækja sem enn ganga fyrir jarðefnaeldsneyti batni um 10% til ársins 2030.  Til einföldunar eru raf-, vetnis- og metanbílar skilgreindir sem nýorkubílar og tengiltvinnbílar flokkast sem hálfur nýorkubíll og hálfur eldsneytisbíll. Ökutækjaflokkarnir eru fólks-, sendi-, hópferða-, og vörubifreiðar.

VI   Vegvísir í orkuskiptum   1/3

VI   Vegvísir í orkuskiptum   2/3

Bifreiðafloti 2019 og 2030

Í þessari greiningu er notast við tölur frá Samgöngustofu um virkar bifreiðar í umferð sem eru talsvert færri en heildarfjöldinn. Í lok árs 2019 voru skráðir um 270 þúsund fólksbílar en þar af voru bara 224 þúsund í umferð.

2019

Fólksbifreið

Bensín

Dísel

Nýorku

Samtals

Hópbifreið

Sendibifreið

Vörubifreið

137.104

45

3.927

232

77.606

2.033

18.654

7.707

9.277

20

412

19

Notkun

223.986

Tonn olía

Tonn CO2

951.000

322.920

2030

Fólksbifreið

Bensín

Dísel

Nýorku

Samtals

Hópbifreið

Sendibifreið

Vörubifreið

70.000

0

0

0

50.000

2.000

15.000

8.000

130.000

500

10.000

500

Notkun

250.000

2.500

8.500

25.000

Tonn olía

Tonn CO2

612.425

197.556

 Á neðri töflunni má sjá samsetningu flota sem notar um 200 þúsund tonn af olíu og losar undir 615 þúsund tonn af CO2. Eins og sjá má þarf yfir 100 þúsund nýorkufólksbílaígildi, 10 þúsund nýorkusendibíla og 500 eintök bæði af vöru- og hópferðbílum. Hér er miðað við um 10% stærri flota af virkum bifreiðum eins og þeir eru skráðir hjá Samgöngustofu í lok árs 2019.

VI   Vegvísir í orkuskiptum   3/3

Staðan 1. júní 2022

Nauðsynlegur fjöldi nýorku-fólksbíla

Nauðsynlegur fjöldi nýorku-sendibíla

Nauðsynlegur fjöldi nýorku-vörubíla

Nauðsynlegur fjöldi nýorku-hópferðabíla

Staðan nú

2030

2030

Staðan nú

Staðan nú

2030

Staðan nú

2030

23.237

130.000

623

10.000

20

500

25

500

Sótt var um 1.468 Mkr styrk til Orkusjóðs en til úthlutunar skv. auglýsingu voru 320 Mkr. Atvinnu og nýsköpunarráðuneytið og Umhverfis orku og loftslags ráðuneyti fjármögnuðu þá 150 Mkr til viðbótar og úr varð úthlutunarupphæð 470 Mkr.

 

VII   Orkusjóður   1/16

Styrkúthlutanir Orkusjóðs 2021

VII   Orkusjóður   2/16

Dreifing 148 umsókna

43%

Hleðslustöðvar (viðmið 22 kW)

6%

Líf eða rafeldsneytisframleiðsla

/ orkugeymsla

12%

Kaup á vistvænum flutningabílum eða bættir innviðir

18%

Jarðefnaeldsneyti - aðgerðir til að minnka notkun þess

21%

Kaup á vistvænum vinnuvélum

148 umsóknir skiptust svona í flokka:

VII   Orkusjóður   3/16

Dreifing 1467 Mkr

14%

Hleðslustöðvar (viðmið 22 kW)

8%

Líf eða rafeldsneytisframleiðsla

/ orkugeymsla

36%

Kaup á vistvænum flutningabílum eða bættir innviðir

32%

Jarðefnaeldsneyti - aðgerðir til að minnka notkun þess

11%

Kaup á vistvænum vinnuvélum

148 umsóknir skiptust svona í flokka:

Við úthlutun styrkja Orkusjóðs árið 2021 voru umsóknir metnar út frá því hvort þær stuðli að raunverulegum orkuskiptum og minnki notkun jarðefnaeldsneytis með skilvirkum og hagkvæmum hætti, helst í matvælaframleiðslu en einnig á mörgum sviðum iðnaðar. Ef um hleðslustöðvar er að ræða verður aðgengi að notkun þeirra tryggt í samningum við sjóðinn (yfirleitt aðgengi almennings). Sjóðnum var ekki unnt að styðja við stórar umsóknir um rafeldsneytisframleiðslu sem bárust til hans. Flestar þeirra fengu þó jákvæða umfjöllun en til að hægt sé að taka stór skref í þá átt þarf sjóðurinn aukið fjármagn.


Flestir styrkirnir voru til uppsetningar á hleðslustöðvum við gististaði en hæstu upphæðirnar fara í aðgerðir til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis á hagkvæman hátt í ýmsum framleiðslugreinum, t.d. við malbikun, steinullarframleiðslu, lifrarbræðslu, fiskeldi o.fl. Athyglisvert er að um 100 kr styrkur á hvern olíulítra sem notaður er árlega nægir í mörgum tilfellum til að skipta olíunotkun alfarið út fyrir vistvæna orku.
 

Um 23% heildarstyrkja fer til að bæta innviði svo að flutningabílar geti nýtt vistvæna orku. Um 17% fer í vistvænar vinnuvélar, en úrval slíkra véla hefur aukist verulega síðustu ár. Hámarksstyrkur til vinnuvélakaupa var ákvarðaður 5 Mkr.

VII   Orkusjóður   4/16

Umsóknir metnar

VII   Orkusjóður   5/16

Dreifing 102 umsókna

43%

Hleðslustöðvar (viðmið 22 kW)

5%

Líf eða rafeldsneytisframleiðsla

/ orkugeymsla

7%

Kaup á vistvænum flutningabílum eða bættir innviðir

21%

Jarðefnaeldsneyti - aðgerðir til að minnka notkun þess

24%

Kaup á vistvænum vinnuvélum

Eftir matsferli:

VII   Orkusjóður   6/16

Dreifing 470 Mkr

9%

Hleðslustöðvar (viðmið 22 kW)

2%

Líf eða rafeldsneytisframleiðsla

/ orkugeymsla

23%

Kaup á vistvænum flutningabílum eða bættir innviðir

49%

Jarðefnaeldsneyti - aðgerðir til að minnka notkun þess

18%

Kaup á vistvænum vinnuvélum

Eftir matsferli:

VII   Orkusjóður   7/16

Dreifing hleðslustöðva um landið

23%

Suður

8%

Vestur

12%

Norðaustur

49%

Suðvestur

4%

Austur

Dreifing hleðslustöðva um landið í þessari úthlutunartillögu er eftirfarandi:

2%

Norðvestur

Samþykktar umsóknir

Tegund

Umsækjandi

Styrkur (Mkr)

Heiti

Uppsetning hleðslustöðvar við gististað

Uppsetning hleðslustöðvar

Hleðslustöðvar í ferðamannaþorpin Hauganes og Árskógssand í Dalvíkurbyggð

VII   Orkusjóður   8/16

Hleðslustöðvar við gistiheimili

Kerlingafjöll - Fannborg ehf - hleðslustöðvar

Hleðslustöðvar fyrir Hótel Laxá - Mývatnssveit

Uppsetning hleðslustöðva við Hengifoss

Flyover Iceland ehf. - hleðslustöðvar

Lava Centre Hvolsvelli - hleðslustöðvar

Hleðslustöðvar við gististaðinn Hótel Fransiskus í Stykkishólmi

Gestahús cottages.is ehf - hleðslustöðvar

Hleðslustöðvar við Gistiheimilið Hala og Þórbergssetur

Orkuskipti við Hótel Bláfell á Breiðdalsvík

0,343

0,200

0,550

0,286

0,491

1,462

1,750

0,400

2,750

0,854

0,650

0,600

0,669

Almar Sigurðsson

Brú guesthouse ehf.

Dalvíkurbyggð

Dyrfljót ehf.

Fannborg ehf.

Fasteignafélagið Hótel Laxá ehf

Fljótsdalshreppur

Flyover Iceland ehf.

Fox ehf.

Fransiskus ehf

Gestahús cottages.is ehf

Gistiheimilið Hali ehf.

Hótel Bláfell Breiðdalsvík ehf.

Hleðslustöðvar (viðmið 22 kW) við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði

Samþykktar umsóknir

Tegund

Umsækjandi

Styrkur (Mkr)

Heiti

VII   Orkusjóður   9/16

Hleðslustöðvar (viðmið 22 kW) við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði

Hótel Kjarnalundur - hleðslustöðvar

Hótel Kría - Vík - hleðslustöðvar

Hleðslustöðvar við Hótel Mývatn

Hótel Selfoss - hleðslustöðvar

Hótel Smyrlabjörg - hleðslustöðvar

Hleðslustöðvar við Hótel Varmaland

Uppsetning hleðslustöðva

Hleðslustöðvar við ION Adventure Hótel Nesjavöllum

Fosshótel Núpar - hleðslustöðvar

Fosshótel Glacier Lagoon - hleðslustöðvar

Fosshótel Húsavík - hleðslustöðvar

Fosshótel Fáskrúðsfjörður - Fosshótel Austfirðir - hleðslustöðvar

Fosshótel Vestfirðir - hleðslustöðvar

1,400

0,700

0,500

0,700

0,515

0,853

0,429

1,762

1,652

1,652

1,652

0,700

0,700

Hótel Kjarnalundur ehf.

Hótel Kría - Vík

Hótel Mývatn

Hótel Selfoss

Hótel Smyrlabjörg ehf

Hótel Varmaland ehf.

Hreiðar Hermannsson

ION Hotel ehf

Íslandshótel

Íslandshótel

Íslandshótel

Íslandshótel

Íslandshótel

Samþykktar umsóknir

Tegund

Umsækjandi

Styrkur (Mkr)

Heiti

VII   Orkusjóður   10/16

Hleðslustöðvar (viðmið 22 kW) við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði

Íslandshótel

0,700

Fosshótel Vatnajökull - hleðslustöðvar

Íslandshótel

0,700

Fosshótel Hekla - Hleðslustöðvar

Íslandshótel

0,700

Fosshótel Hellnar - hleðslustöðvar

Íslandshótel

0,700

Fosshótel Mývatn - Hleðslustöðvar

Íslandshótel

0,700

Fosshótel Reykholt - Hleðslustöðvar

Íslandshótel

0,700

Fosshótel Stykkishólmur - hleðslustöðvar

Íslandshótel

0,700

Fosshótel Barón - hleðslustöðvar

Jón Kjartansson

0,349

Ferðaþjónustan Hlaðhamri

Kríunes ehf

0,200

Uppsetning á 3 rafhleðslustöðvum

Laugarvatn Fontana ehf.

0,685

Laugarvatn Fontana - hleðslustöðvar

Midgard Base Camp

0,303

Midgard Base Camp - hleðslustöðvar

Mjólkurstöðin ehf.

0,707

Hleðslustöðvar Dalbraut 2, 780 Höfn

Nautaklettur ehf.

0,500

Hleðslustöðvar við gistiheimili

Samþykktar umsóknir

Tegund

Umsækjandi

Styrkur (Mkr)

Heiti

VII   Orkusjóður   11/16

Hleðslustöðvar (viðmið 22 kW) við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði

Innviðir til hleðslu rafbíla við Ferðaþjónustuna Brekku í Aðaldal

Innviðir til hleðslu rafbíla við ferðaþjónustuna / tjaldstæði Heiðarbæ í Reykjahverfi

Innviðir til hleðslu rafbíla við Hótel Hvolsvöll

Geldingafell

Uppsetning hleðslustöðva í þjóðskógum

Rafhleðslustöð

Uppsetning rafhleðslustöðva fyrir rafmagnsbíla á Tjaldmiðstöðinni á Flúðum

Uppsetning hleðslustöðva við varmaver nálægt ferðamannastöðum

Hleðslustöð við Þórsheimili

Hleðslustöð við Eldheima

Hleðslustöð í Herjólfsdal

Hleðslustöðvar við Hamra á Akureyri

0,689

0,865

0,550

0,282

2,406

0,204

1,127

0,600

0,751

0,651

0,651

2,000

Rafbox ehf. fh. Ferðaþjónustunar í Brekku Aðaldal

Rafbox ehf. fh. Ferðaþjónustunar í Heiðarbæ Reykjahverfi

Rafbox ehf. fh. Hótel Hvolsvöllur

Skálpi ehf

Skógræktin

SS-Veitingar

Trog ehf

Varmaorka ehf.

Vestmannaeyjabær

Vestmannaeyjabær

Vestmannaeyjabær

Vistorka ehf.

Samþykktar umsóknir

Tegund

Umsækjandi

Styrkur (Mkr)

Heiti

VII   Orkusjóður   12/16

Jarðefnaeldsneyti
– aðgerðir til að minnka notkun þess

Brynjar Bragason fh. Laxar

15,000

Rafvæðing Fóðurpramma fyrir LAXA Fiskeldi við Sunnanverðan Reyðarfjörð

Elkem Ísland

17,276

Rafmagnshitari fyrir eldfasta steypu

Freyja ehf.

12,000

Skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagn (gufuketill)

Gauti Geirsson

12,000

Rafvæðing fóðurpramma

Grundarfjarðarbær

7,000

Varmadælur fyrir íþróttahúsið Grundarfirði

Gunnar Páll Stefánsson

19,500

Framleiðsla á Steinull - Þurrkun sands með rafmagni í stað olíu

Icelandic Lava Show ehf.

9,042

Orkuskipti frá Própan í Metan gas í hraunbræðslu

Íslenskur textíliðnaður hf.  (ÍSTEX)

15,000

Orkuskipti í þurrkunarferli í ullarþvottarstöð á Blönduósi

Lýsi hf.

13,674

Orkuskipti í lifrarbræðslu Lýsis hf.

Malbikstöðin ehf

32,500

Metankerfi Malbikstöðvarinnar á Esjumelum

Móðir Jörð ehf

4,500

Orkuskipti í Vallanesi

Neyðarlínan ohf

18,000

Ammoníak sem eldsneyti

Samþykktar umsóknir

Tegund

Umsækjandi

Styrkur (Mkr)

Heiti

VII   Orkusjóður   13/16

Jarðefnaeldsneyti
– aðgerðir til að minnka notkun þess

Kaup á vistvænum flutningabílum eða bættir innviðir

Sel ehf.

1,815

Rafvæðing á mykjuhræringu í Hofstaðaseli.

Síldarvinnslan hf.

19,503

Landtenging uppsjávarskipa

Sæplast Iceland ehf.

18,400

Breyta orkugjafa á framleiðsluvél nr. 2 úr dísel olíu yfir í rafmagn

Tandrabretti ehf

2,625

Skipta út olíu við þurrkun á hráefni í viðarperlu-framleiðslu á Eskifirði.

Te og kaffi hf.

10,000

Orkuskipti í metan frá GAJA

Þorkell Jóhann Jónsson

0,900

Kornþurrkun með hitaveitu í stað olíu

Birkir Snær Gunnlaugsson

1,287

Háspennustrengur að gripahúsum

N1 ehf.

52,000

Norðurleið: Innviðir fyrir rafknúna flutningabíla

RST Net ehf

52,000

Orkuskipti þungaflutninga frá Vestfjörðum

Útkeyrsla ehf.

1,122

Hleðslustöðvar - Rafbílafloti

Bjarma Magnúsdóttir

2,640

Innkaup á 3 tonna rafmagnsgröfu

Eiríkur Blöndal

6,000

Jarðhita þurrkstöð fyrir bygg, hafra og nepju

Samþykktar umsóknir

Tegund

Umsækjandi

Styrkur (Mkr)

Heiti

VII   Orkusjóður   14/16

Kaup á vistvænum flutningabílum eða bættir innviðir

Eyrarbúið ehf

5,000

Orkuskipti á dráttarvélum

Glitstaðir ehf.

1,581

Stuðningur við kaup á vinnuvél sem notar vistvæna orku.

Guðmundur Stefán Bjarnason

2,900

Orkuskipti á liðlétting

Kvistabær ehf.

3,000

Kaup á rafmagnsskotbómulyftara fyrir skógræktarstöð

Magnús Hringur Guðmundsson

5,000

Kaupa á vinnuvélum sem nota vistvæna orku

Molta ehf.

3,700

Breyting á moltu-sigti

Skinney-Þinganes hf.

4,687

Rafvæðing á lyftara til notkunar í frystiklefa

Skógarafurðir ehf.

2,000

Viðarkyntir hitablásarar fyrir timburþurrkun

Skógræktin

2,277

Rafknúinn liðléttingur

Skógræktin

1,084

Orkuskipti í grisjun og skógarhöggi

SORPA bs.

5,000

Metan knúin dráttarvél fyrir gas- og jarðgerðarstöð SORPU

Tandraberg ehf

5,000

Ravæðing lyftara í löndunar- og hafnarþjónustu

Samþykktar umsóknir

Tegund

Umsækjandi

Styrkur (Mkr)

Heiti

VII   Orkusjóður   15/16

Kaup á vistvænum flutningabílum eða bættir innviðir

Tandrabretti ehf.

5,000

Rafvæðing vinnuvéla

Te og kaffi hf.

1,844

Nýr umhverfisvænn lyftari

Teigur ehf.

1,254

Skipta út bensínlyftara fyrir nýjan rafmagnsliðlétting

Trausti Þórisson

1,567

Betri búskapur

Vestmannaeyjabær

2,800

Rafmagnsgrafa

Vestmannaeyjabær

0,800

Slátturorf fyrir Vestmannaeyjabæ

Vestmannaeyjahöfn

1,400

Rafmagnslyftari

VHB

2,624

Rafmagnsgrafa

Vistorka ehf.

5,000

Nýr rafmagnsskotbómulyftari í Hrísey

Þröstur Aðalbjarnarson

3,560

Rafvæðing vinnuvéla í mjólkurframleiðslu

Ævar Hreinsson

1,812

Kaup á rafmagnsliðléttingi

BYKO ehf

4,395

Rafmagnslyftari Linde E45-600 - BYKO vöruhús Kjalarvogur

Samþykktar umsóknir

Tegund

Umsækjandi

Styrkur (Mkr)

Heiti

VII   Orkusjóður   16/16

Líf- eða rafeldsneytis-framleiðsla og orkugeymsla

Samtals

469,706

Mkr

Alor ehf.

6,800

Umhverfisvænar raforkugeymslur - sýniverkefni

Eyrarbúið ehf

0,778

Framleiðsla á bíodisel á Þorvaldseyri

Góður biti ehf.

2,500

Framleiðsla nepjuolíu til eldsneytis á dráttarvélar

VIII   Niðurgreiðslur   1/6

Niðurgreiðslur ársins 2021

Fjárlagaliður 04-583 er stærsti einstaki fjárlagaliðurinn sem tilheyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og hefur Orkustofnun farið með umsjón og eftirlit með honum frá 2002.  Í upphafi innihélt fjárlagaliðurinn eingöngu niðurgreiðslur á húshitunarkostnaði en með breytingum á fjárlagagerðinni fyrir árið 2017 voru niðurgreiðslur á dreifingu orku í dreifbýli og niðurgreiðslur á raforkuframleiðslu utan samveitna settar undir fjárlagaliðinn og honum skipt upp í þrjú viðföng. Í heild hljóðar fjárlagaliðurinn uppá 4.128,2 M.kr. á árinu 2021.

2,500,000

2,000,000

1,500,000

1,000,000

500,000

0

Fjárlagaliður 04-583 / Fjárlög 2021

Viðfang 111 - Niðurgreiðslur á hitun íbúðarhúsnæðis

Viðfang 112 - Jöfnun kostnaðar við dreifingu orku

Viðfang 113 - Notendur
utan samveitna

Mynd 1: Skipting fjárlagaliðar 04.583 eftir viðföngum á árinu 2021

VIII   Niðurgreiðslur   2/6

Viðfang 111: Niðurgreiðslur á húshitunarkostnaði

Orkustofnun leggur fyrir ráðherra tillögu að ráðstöfun fjárlagaliðarins og fyrir viðfang 111, niðurgreiðslur á hitun íbúðarhúsnæðis. Tafla 2 sýnir annars vegar tillögu Orkustofnunar og endanlega niðurstöðu viðfangsins.

Tafla 1: Niðurstaða viðfangs 111 á árinu 2021 í m.kr.

Fjárlagaliður 04-583 / viðfang 111

Ráðstöfun 2021

Mismunur

2.262,4

1.895,6

7,1

3,3

45,2

23,2

25,5

280,0

2.279,9

Fjárheimild skv. fjárlögum 2021 + yfirf. 2020

Beinar niðurgreiðslur til dreifiveitna

Olíuniðurgreiðslur

Heimarafstöðvar, niðurgreiðslur

Orkusparnaður - 2,0% af fjárheimild

Umsjón Orkustofnun

Jarðhitaleit

Eingreiðslur til einstaklinga og önnur verkefni

Stofnstyrkir hitaveitur

Samtals

m. kr.

-2,1

-1,7

0,3

0,0

0,0

0,0

14,5

-28,5

-17,5

Fjárlög 2021

2.262,4

1.893,5

5,4

3,6

45,2

23,2

40,0

251,4

2.262,4

Helstu frávik liggja í stofnstyrkjum til hitaveitna og eingreiðslum til einstaklinga. Almennar niðurgreiðslur eru nánast á pari en olíuhitun varð meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Stafar það m.a. af afturvirkri greiðslu til einstaklings sem tíma tók að ganga frá.

VIII   Niðurgreiðslur   3/6

Viðfang 112: Niðurgreiðslur á dreifingu orku í dreifbýli

Þessu viðfangi er ætlað að niðurgreiða dreifingu á orku í dreifbýli niður í dýrasta þéttbýli en erfiðlega hefur gengið að ná því markmiði. Á vordögum ársins 2021 var sú breyting gerð á aðferðarfræðinni við útreikninga á dreifbýlisframlaginu að farið var í að niðurgreiða fastagjöld og aflgjöld til viðbótar við orkugjöld. Ástæðan var m.a. vegna þess að hlutfall á milli taxta í þéttbýli og dreifbýli var orðið verulega ójafnt og með breytingunni var komið böndum á það. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að viðfangið fór umfram heimildir sem leiðrétt var með fjárheimildum þessa árs. Það gerir það að verkum að framlagið til jöfnunar á árin 2022 er lægra en gert var ráð fyrir.

Tafla 2: Niðurstaða viðfangs 112 á árinu 2021 í m.kr.

RARIK

OV

Greitt skv. uppgjöri ríkissjóðs 2021

Dreifing á árinu 2021 (GWh)

Greitt skv. uppgjöri dreifiveitna (M.kr.)

Skuld/inneign dreifiveitna (M.kr.)

162,3

41,8

160,3

2,0

1.648,5

476,5

1.730,3

-81,8

VIII   Niðurgreiðslur   4/6

Viðfang 113 – Notendur utan samveitna

Notendur utan samveitna teljast íbúar Grímseyjar, Flateyjar og Grímsstaða á Fjöllum. Á þessum þremur stöðum er öll raforkuframleiðsla frá díselrafstöðvum. Kostnaðurinn hefur aukist ár frá ári af ýmsum orsökum m.a. breytinga á afskriftarreglum, tíðari útskiptum véla og tækja og aukins almenns kostnaðar. Stærsti einstaki liðurinn sem kollvarpar viðfangi 113 eru afskriftir og fjármagnskostnaður í Grímsey og Flatey en reikningsgerðinni var breytt, með samþykki ráðuneytisins, en það virðist ekki hafa skilað sér í fjárlagagerðinni fyrir árið 2021. Mynd 2 sýnir endanlega stöðu viðfangs 113 vegna ársins 2020 sem greitt er með fjárlögum ársins 2021.

Mynd 2: Niðurstaða viðfangs 113 á árinu 2021 í m.kr.

50

40

30

20

10

0

Framleiðslukostnaður / raforkuframleiðsla

Grímsey

Flatey

Grímsstaðir á fjöllum

60

70

500

400

300

200

100

0

600

700

800

900

1000

MWh

M. kr.

VIII   Niðurgreiðslur   5/6

Niðurstaða fjárlagaliðar 04-583 á árinu 2021

Gert er ráð fyrir að niðurstaða viðfangs 111 og viðfangs 113 muni falla niður en niðurstaða viðfangs 112 er, samkvæmt lögum, bundin því að fylgja fjárlagaliðnum milli ára hvort heldur það er afgangur eða tap á viðfanginu.

Tafla 3: Niðurstaða fjárlagaliðar 04-853 eftir viðföngum á árinu 2021 í m.kr.

Fjárlagaliður 04-583

Ráðstöfun 2021

Mismunur

4.128,2

2.279,9

1.892,6

86,5

4.259,0

Fjárheimild skv. fjárlögum 2021

Viðfang 111

Viðfang 112

Viðfang 113

Niðurstaða ársins 2021

m. kr.

-17,5

-81,8

-31,0

-130,8

Fjárlög 2021

4.128,2

2.262,4

1.810,8

55,5

4.128,2

Mismunur

%

-0,8%

-55,8%

-3,1%

-4,3%

Losun raforku til orkuskipta

Orkustofnun leitar sífellt leiða til að minnka notkun raforku til húshitunar enda sóun á hágæða orku sem nýta má til margvíslegrar framleiðslu og ekki síst til orkuskipta. M.a. var unnin tillaga til ráðherra um breytingar á eingreiðslukerfi vegna kaupa á vistvænum orkusparandi búnaði sem lækkað gæti orkunotkun heimila um allt að 50 til 70%. Kerfið hefur verið við lýði frá 2009 og miklar breytingar hafa átt sér stað varðandi búnaðinn en tregðu hefur gætt hjá notendum við að fjárfesta í honum vegna þeirrar skerðingar sem styrkur Orkustofnunar hefur á niðurgreiðsluhlutfall notenda. Með nýjum lögum verður breyting þar á og vonir standa til að hægt verði á næstu árum að losa raforku til húshitunar í meira mæli en áður hefur þekkst. Hefðbundin hitaveituvæðing er á undanhaldi og þeim stöðum fækkar sífellt sem hagfellt er að leggja hitaveitu til, ef jarðvarminn er ekki þeim mun nærri notendum. Auknar greiðslur til jöfnunar á orkuverði í þéttbýli og dreifbýli leiðir líka af sér lækkun á eingreiðslum þeim sem notendur eiga rétt á vegna lagningar hitaveitu á rafhituðum svæðum þar sem niðurgreiðslur húshitunar lækka í takt við hækkað dreifbýlisframlag.

VIII   Niðurgreiðslur   6/6

Hitaveitur sem lagðar hafa verið á undanförnum 6 árum eru mun dýrari en t.d. hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu sem menn gjarnan bera sig saman við. Þegar ný hitaveita er farin að slaga hátt upp í niðurgreitt rafhitunarverð aukast líkurnar á að reikningslega verði hagkvæmara fyrir notendur að vera áfram á rafhitun sem grefur undan hagkvæmni hitaveitu á viðkomandi stað. Huga þarf að lausn sem kemur í veg fyrir að hitaveitur verði ekki lagðar vegna þessa því til lengri tíma litið munu hitaveitur lækka að raungildi eins og dæmin sanna en raforkuverð mun bara hækka vegna aukinnar eftirspurnar. Óvirkjaður jarðhiti er líka sóun á auðlind sem annars gæti nýst til húshitunar þótt sækja þurfi hann um langan veg og þannig orðið hluti af því að losa rafhitun af hólmi og sú raforka nýttist til annarra góðra verka s.s. orkuskipta.

Mynd 1: Þróun rafhitunar í þéttbýli / hitaveitu í þéttbýli kr/kWh

5.00

4.00

3.00

2.00

1.00

0.00

Þróun rafhitunar í þéttbýli  / hitaveita þéttbýli kr/kWh

6.00

7.00

Ódýr hitaveita, þéttbýli

Rafhitun, þéttbýli

Nýjar hitaveitur, þéttbýli

8.00

9.00

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

2017

2018

2019

2020

2021

Gagnamál Orkustofnunar skiptast í tvo meginflokka: landupplýsingar þar sem helstu gögn eru birt í formi korta í kortasjám og tölulegar upplýsingar þar sem tölfræðileg gögn eru í gagnagrunnum og sett fram í gagnatöflum meðal annars á vef Orkustofnunar.

IX   Gagnamál  1/2

Orkustofnun sinnir hlutverki sem hagtöluframleiðandi og felst það m.a. í árlegri söfnun umfangsmikilla talnagagna um orkuframleiðslu, orkunotkun og orkuverð. Upplýsingarnar eru sendar til Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) í samræmi við EES samninginn og til Alþjóða orkumálastofnunarinnar (International Energy Agency).
 

Landfræðileg gögn Orkustofnunar eru unnin í landupplýsingakerfi stofnunarinnar og birt eftir því sem við á í einhverri af þremur kortasjám hennar: Kortasjá OS, Landgrunnssjá eða kortasjá fyrir kortasafn OS. Þekktustu gagnasöfnin á þessu sviði eru líklega gögn um borholur, virkjanir og leyfisveitingar. Á árinu var unnið að því að gera þessar þrjár gagnaþekjur aðgengilegar með sérstökum hætti fyrir alla í gegnum vefþjóna á netinu. Þar með getur hver sem er nýtt þessar þekjur, hvort sem er til að tengjast þeim vegna eigin landupplýsingavinnu  eða til að birta með öðrum gögnum í eigin kortasjám og gert það án þess að þurfa að fá gögnin afhent hjá OS. Verkefnið um þetta aðgengi er unnið í samstarfi við Landmælingar Íslands í tengslum við INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins (Stafræn grunngerð landupplýsinga). Í tengslum við fyrrnefnda Evróputilskipun, hafa öll landfræðileg gagnasett OS verið skráð í sameiginlegan lýsigagnagrunn um íslensk landupplýsingagögn. Öll helstu gagnasett OS voru uppfærð á árinu og birtast þau þannig í kortasjánum og/eða eru aðgengileg í leitarvalmyndum á vefsíðu stofnunarinnar.

 

Unnið var að langtímaverkefni við skráningu og skönnun borskýrslusafns frá Jarðborunum sem kom til Orkustofnunar á árinu 2020. Einnig var unnið að uppfærslu á gagnasafni um jarðhitastaði á Íslandi og staðsetningu á þeim í landupplýsingakerfi OS.

 

Frumritum teikningasafns Orkustofnunar var skilað til Þjóðskjalasafns á árinu. Alls var um að ræða um 45.000 teikningar sem unnar voru á vegum teiknistofu stofnunarinnar og forvera hennar á tímabilinu 1924-2001. Teikningasafnið er einstakt heimildasafn um sögu íslenskra virkjana, jarðborana, vatnamælinga og jarðfræði, svo eitthvað sé nefnt. Safnið er bein afurð þeirra vísindamanna og brautryðjenda sem mörkuðu sín spor á uppvaxtarárum lýðveldisins.

Landupplýsingar

Gagnamál 2021

IX   Gagnamál  2/2

Tölfræðileg gögn

Safnið er ekki aðeins einstök heimild um frumskráningar og frummælingar á sviði stofnunarinnar og forvera hennar heldur einnig heimild um vinnubrögð, efnivið og tækni sem beitt var á hverjum tíma.
 

Eldri gagnaskrá safnsins var aðgengileg með nokkrum leitarþáttum á vef Orkustofnunar frá 2012. Árið 2016 var svo hafist handa við að endurskrá Teikningasafnið með fleiri efnisþáttum. Skráningarþáttum var fjölgað og samhliða innslætti var safnið skannað með það markmið að gera teikningarnar aðgengilegar öllum. Einnig var safnið skráð í geymsluskrá skjalasafns Orkustofnunar og því pakkað í öskjur, möppur og hólka til afhendingar og framtíðarvarðveislu í Þjóðskjalasafni Íslands.
 

Allt safnefnið var skannað og gert aðgengilegt fyrir leit á vef stofnunarinnar þar sem finna má teikningar eftir efnisþáttum eins og titli, stærðarflokki, formi, tegund gagna, ártali og teikningarnúmeri. Þá hefur efni safnsins einnig verið tengt að hluta við landfræðilegar gagnaþekjur í Kortasjá Orkustofnunar.

 

Miklu magni tölfræðilegra gagna er safnað á vegum Orkustofnunar. Hluta gagnanna er safnað vegna eftirlitshlutverks Orkustofnunar, en megninu er safnað sem hluta af orkutölfræði Íslands. Þessi gögn eru síðan send til alþjóðlegra stofnanna sem hluti af orkutölfræði heimsins.
 

Verið er að vinna í því að birta sem mest af þessum gögnum á vef OS. Til að uppfæra grunninn að þeirri framsetningu var ráðist í að fara yfir eldri gögn og bæta gæði þeirra. Því starfi hefur miðað vel og næstu skref eru að velja tól til að sýna þessi gögn og birta á samræmdan máta. Sum gagnanna sem safnað er snerta viðskiptalega hagsmuni fyrirtækja eða persónuvernd einstaklinga. Í þeim tilvikum eru einungis birtar samtölur.
 

Þessi endurbættu gögn voru síðan nýtt sem grunnur að nýrri eldsneytisspá sem kom út á árinu. Vinna við gerð jarðvarmaspár, einnig byggð á endurskoðuðum gögnum, var langt komin í lok árs. Eldsneytisspáin sýndi nokkrar sviðsmyndir sem tóku tillit til mismunandi sýnar á framtíð eldsneytisnotkunar á Íslandi á næstu árum. Hluti af þessum sviðsmyndum birtist einnig í raforkuspánni sem var endurreiknuð með nýjum raungögnum.

Landupplýsingar

X   Alþjóðleg verkefni  1/10

Orkustofnun er umsjónaraðili fyrir hönd utanríkisráðuneytisins og íslands með áætlun  Uppbyggingarsjóðs EES á sviði orku-, umhverfis- og loftslagsmála í Póllandi og áætlun um orku í Rúmeníu og Búlgaríu. Núverandi áætlun sjóðsins nær yfir tímabilið 2014-2021.

Eitt af helstu markmiðum Uppbyggingarsjóðs EES á sviði endurnýjanlegrar orku, er að efla orkuöryggi, draga úr losun á gróðurhúsaloftegundum og bæta umhverfisatriði í viðkomandi löndum, m.a. með  því að nýta endurnýjanlega orku í stað jarðefnaeldsneytis.

 

Umsjón Orkustofnunar með áætlunum einstakra landa, hefur aðallega verið í formi aðstoðar við hönnun og útfærslu áætlana og eftirliti með framkvæmd útboða (köll) m.a. með kynnningum og leiðbeiningum til  fyrirtækja, stofnana og einstaklinga á Íslandi.

 

Einnig hefur verið stuðlað að auknum tenglsum og þekkingaruppbyggingu á milli Íslands og  viðkomandi landa,  með upplýsingamiðlun, kynningarfundum, auknum samskiptum, heimsóknum hópa frá Íslandi til þessara landa og hópa frá viðkomandi löndunum til Íslands. Á árinu 2021 fóru fram flest útboð (köll) á vegum  áætlanna í þessum löndum, sem tókust vel, m.a. með þátttöku fyrirtækja og stofnanan frá Íslandi. Kynnningar á þessum viðburðum hafa m.a. verði í samstarfið við Íslandsstofu og Rannís eftir tilefni.    


Aðstoð Íslands við uppbyggingu endurnýjanlegrar orku, hefur helst verið á sviði húshitunar og jarðvarma, sem eykur orkuöryggi og minnkar gróðurhúsaloftegundir, þar sem hús í þessum löndum eru oft hituð upp með kolum. Þannig aðstoðar Ísland þessi lönd við að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúsalofttegunda sem gagnast öllum löndum óháð landamærum. Nánari upplýsingar um áætlanri og verkefni Uppbyggingasjóðsins eftir löndum má sjá á heimasíðu EEA Grants.

Uppbyggingarsjóður EES

Endurnýjanleg orka minnkar gróðurhúsaloftegundir og vinnur gegn hlýnun jarðar

Ný áætlun Uppbyggingarsjóðs EES um endurnýjanlega orku-, umhverfis- og loftslagsmál var kynnt á ráðstefnu í Varsjá í Póllandi 3. mars 2020 með þátttöku forseta Póllands Andrzej Duda og forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessonar, auk ráðherra frá Póllandi, Íslandi og Noregi. 

 

Þetta var í fyrsta sinn sem sett er af stað ein áætlun um loftslags-, umhverfis- og orkumál á vegum Uppbyggingarsjóðs EES, en áður voru þessar áætlanir í sitt hvoru lagi. Unnið hefur verið að undirbúningi og skipulagi áætlunarinnar í nokkur ár á milli Póllands, Uppbyggingarsjóðsins í Brussel, Noregi og á Íslandi, sem Orkustofnun hefur annast fyrir hönd Íslands. Fulltrúar 6 fyrirtækja frá Íslandi voru viðstaddir, auk fulltrúa  Orkustofnunar. Sendiherra íslands í Póllandi María Erla Marelsdóttir og  Árni Páll Árnason aðstoðarforstjóri Uppbyggingarsjóðs EES  í Brussel voru einnig viðstödd fundinn. Sjá nánar hér.

 

Pólland

X   Alþjóðleg verkefni  2/10

Áætlun Uppbyggingarsjóðs EES í Póllandi er sú allra stærsta þar sem framlag á vegum Uppbyggingarsjóðsins var 140 milljónir evra til verkefna á sviði loftslags-, umhverfis- og orkumál, sem um leið gerir áætlunina umfangsmeiri en ef hún næði einungis til orkumála.

Stærsta framlag á sviði loftslags-, umhverfis- og orkumála innan EES

Þessi breidd áætlunarinnar hefur skilað ávinningi í formi meiri hagkvæmni þar sem öll vinna og framkvæmd er nú unnin í eitt skipti í stað þriggja. Auk þess er aukinn ávinningur í að sinna þessum verkefum saman þar sem helstu lausnir í umhverfis- og loftslagsmálum er oft að finna í endurnýjanlegri orku, orkunýtni og orkuskiptum. Það kann einnig að auka skilning aðila á markaði á tenglsum umhverfis-, loftslags- og orkumála.

 

Það sem gerir áætlunina einnig sérstaka er að Pólland leggur einnig til aðra eins fjárhæð í formi lána og styrkja til áætlunarinnar sem gerir hana helmingi stærri en ella. Ekkert annað land hefur verið með sambærilegt framlag til slíkra áætlana. Þannig að heildarfjármagn verður um 280 milljónir evra eða um 40 milljarðar króna. Umfang verkefnanna getur þó verið  meira þar sem styrkir Uppbyggingarsjóðsins eru einugis ákveðinn hluti af fjárhæð verkefna.

Gert er ráð fyrir að áætlunin minnki árlega koltvíoxíð, CO2, um 600.000 tonn sem nýtist öllum óháð landamærum. Verkefnið sýnir að Ísland getur í samstarfi við aðrar þjóðir Evrópu náð miklum árangri á sviði loftslagsmála á erlendum vettvangi, með faglegum verkefnum og markvissu samstarfi innan EES, sem nýtist öllum, þar sem loftmengun er óháð landamærum.

X   Alþjóðleg verkefni  3/10

Uppbyggingar- og þjálfunarverkefni í jarðhita fór af stað í febrúar 2021 og stendur til 2024, en það er fjármagnað af umhverfis-, orku- og loftslagsáætlun Póllands 2014-2021.

Tvíhliða verkefni Orkustofnunar innan Uppbyggingarsjóðs EES

Uppbyggingar- og þjálfunarverkefni í jarðhita á milli Íslands og Póllands, á vegum Uppbyggingarsjóðs EES, kynnt í Póllandi

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Mineral and Energy Economy Research Institute of the Polish Academy of Sciences (MEERI PAS), sem leiðir verkefnið í samstarfi við Orkustofnun á Íslandi, en báðar þessar stofnanir eru í forystu í löndunum á sviði rannsókna og notkunar á jarðhita. Verkefnið nær frá október 2020 til apríl 2024. Markmið verkefnisins er að byggja upp þekkingu helstu hagsmunaaðila í Póllandi á sviði nýtingar jarðhita og auðlindastjórnunar, með áherslu á húshitun með endurnýjanlegum orkugjöfum sem dregur úr loftslagsbreytingum. 

Verkefnið

X   Alþjóðleg verkefni  4/10

Helstu áherslur verkefnisins

 • að auka þekkingu lykil hagsmunaaðila í Póllandi varðandi bestu nýtingu jarðhita og auðlindastjórnun, með áherslu á kolefnisfría hitun húsa,
 • að efla uppbyggingu og þekkingu, byggða á langri reynslu af jarðhita á Íslandi. Þetta verður gert á grunni aðferða sem skilað hafa góðum árangri í tækni, stjórnun, fjármögnun og stuðningi opinberra aðila.
 • að auka orkuöryggi, þróa hitaveitukerfi með litla losun gróðurhúsalofttegunda, að auka félagsleg og efnahagsleg tækifæri með því að auka notkun hreinnar orku og lækka hitunarkostnað. Markmið verkefnisins er einnig að draga úr mengun og losun koltvísýrings sem mikilvægt er í baráttunni við loftslagsbreytingar.

 

Skýrsla verður gerð um tækifæri þessara staða og miðlað verður upplýsingum og þekkingu um verkefnið og Uppbyggingarsjóðinn. Verkefninu er ætlað að ná til fulltrúa í stjórnsýslu á ýmsum stigum, sveitarstjórna, rekstraraðila, fjárfesta, við uppbyggingu hitaveitna, aðila innan stuðningsverkefna stjórnvalda, jarðfræðistofnana, rannsóknarstofnana, þjónustuaðila, ráðgjafa og annarra aðila sem tengjast jarðhitageiranum.

 

Verkefnið mun stuðla að þróun og uppbyggingu á jarðhita í Póllandi. Það mun aðstoða við mögulegar fjárfestingar og uppbyggingu sem hefur verið gerð, þökk sé nokkrum stuðningsáætlunum ríkisins sem settar voru af stað frá 2016. Fjármögnun verkefnisins er um 900 000 evrur.
Nánari upplýsingar
má sjá á síðu Orkustofnunar.

X   Alþjóðleg verkefni  5/10

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Mineral and Energy Economy Research Institute of the Polish Academy of Sciences (MEERIi PAS) frá Póllandi sem leiðir verkefnið, SLOVGEOTERM a.s. frá Slóvakíu, InnoGeo Research frá Ungverjaland, Orkustofnun frá Ísland og NORCE Norwegian Research Centre AS frá Noregi. Verkefnið nær frá október 2020 til september 2023. Fjárhagsáætlunin er 1,32 milljónir evra og er fjármögnuð af Uppbyggingarsjóði EES um svæðisbundið samstarf, (byggðasjóður) en ekki um orkumál eins og önnur verkefni sem Orkustofnun veitir ráðgjöf um eða tekur þátt í. Þetta er einnig í fyrsta skipti sem Orkustofnun tekur þátt í verkefni sem fjármagnað er af þeim sjóð.

Helstu áherslur verkefnisins

Að bæta orkunýtingu í jarðhita með breyttri notkun neytenda

Í október 2020 hófst verkefni sem nær til ársins 2024, sem ber yfirskriftina ,,Að bæta orkunýtingu jarðhita með breyttri notkun neytenda". Verkefnið er styrkt af Íslandi, Lichtenstein og Noregi í gegnum Uppbyggingarsjóð EES. Markmið verkefnisins er að auka hagkvæmni hitaveitukerfa í Póllandi, Ungverjalandi og Slóvakíu, til að auka sjálfbærni, draga úr loftmengun og losun á koltvíoxíð, CO2. Þessi markmið ættu að stuðla að auknum vinsældum hitaveitna sem nýta jarðhita í borgum og auka um leið áherslur í baráttunni við loftslagsvandann.

X   Alþjóðleg verkefni  6/10

Nordic Energy Research (NER)  (Nordisk Energiforskning  NEF) er vettvangur fyrir samstarf í orkurannsóknum og stefnumótun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Stofnunin er staðsett í Osló og eru starfsmenn 12. NER er fjármagnað af Norðurlöndunum fimm og hefur stuðlað að samvinnu um orkurannsóknir sl. 30 ár. Þetta hefur styrkt rannsóknir og samstarf í orku- umhverfis- og loftslagsmálum. Norðurlöndin hafa sett sér háleit markmið varðandi kolefnisútblástur og leggja áherslu á græna tækni. Sjóðir NER eru ætlaðir til stuðnings við þessa stefnu með því að auka þekkingu á endurnýjanlegri orku og með því að stuðla að þróun nýrra og samkeppnishæfra lausna í orkumálum.

Nordic Energy Research (NER)

Áherslur í rannsóknum, greiningu, athugunum og stefnumótun á viðkomandi sviði varða í meginatriðum  sex áhersluatriði (focus area):

 • orkumarkaðir,
 • orka og samfélag,
 • Evrópusambandið og norræn svæði,
 • grænar samgöngur,
 • snjallorkukerfi og
 • sjálfbær orka. 

Á hverju þessara áherslusviða eru síðan athuganir, greiningar og skýrslur. Skýrslur sem komu út á árinu 2021 á vegum NER:

 • Renewable Energy in the Nordics 2021
 • Nordic Clean Energy Scenarios – Solutions for carbon neutrality
 • Gender equality in the Nordic energy sector
 • Market design options for procurement of flexibility
 • Heat Pump Potential in the Baltic States

Sjá nánari upplýsingar um einstaka skýrslur á síðu NER.

X   Alþjóðleg verkefni  7/10

Á árinu 2021 var unnið að  fjölmörgum verkefnum. Má nefna:

 • Norræna sjóflutninga- og orkurannsóknaáætlun. Þrjú norræn rannsóknarsamtök munu prófa notkun ammoníaks og vetnis sem eldsneyti fyrir skip.
 • Nordgrid áætlunina. NordGrid er rannsóknar-, þróunar- og sýnikennsluforrit með áherslu á snjalla raforku-flutninga.
 • Norrænar orkuhorfur, til að skapa vettvang fyrir samstarf ólíkra hópa og stofnana sem rannsaka norræn orkukerfi.
 • Norræna orkuáskorunina 2021 – hvernig geta sjálfbærar samgöngur gert Norðurlöndunum kleift að verða kolefnishlutlaus?
 • Norræna doktors- og/eða rannsóknaráætlunina.

 

Nánari upplýsingar um starf NER s.s.útgáfu, áherslur o.fl.  má sjá hér.

 

X   Alþjóðleg verkefni  8/10

Íslandsdeild Alþjóða orkuráðsins hefur verið starfrækt á umliðnum árum, vegna aðildar að Alþjóða orkuráðinu (WEC). Starfsemin hefur verið mismikil, en hún var efld á seinustu tveimur árum með virkari þátttöku. Orkustofnun hefur annast umsjón starfseminnar, en einstök fyrirtæki á orkumarkaði hafa verið aðilar að starfinu. Starfsemin er m.a. fólgin í miðlun upplýsinga frá WEC til aðildarfyrirtækja, þátttöku í alþjóðlegum greiningum og skýrslum er varða Ísland og orkumarkaðinn, fundum o.fl.   Ísland er m.a. aðili að World Energy Issue Monitor þar sem í ár var lögð áhersla á orku og breytt viðfangsefni á orkumarkaði (humanising energy) sem endurspeglast af mörgum áskorunum sérstaklega í loftlagsmálum, sem um leið krefjast nýrra lausna. Einnig tekur Ísland þátt í World Energy Trilemma Index skýrslunni.

Ein af þeim skýrslum og samanburðum sem Ísland tekur þátt í, er skýrsla um hverjar séu helstu áskoranir á sviði orkumála í einstaka löndum og heimsálfum - World Energy Issue Monitor 2022, en þetta var í fimmta sinn sem Ísland tók þátt í könnuninni. Vinnsla skýrslunnar byggist á rafrænum svörum aðila er tengjast orkumarkaði í einstaka löndum til skrifstofunnar í London. Niðurstöður skýrslunnar má sjá á vef WEC.

Íslandsdeild Alþjóða orkuráðsins

Samkeppnishæfni orkumarkaðarins á Íslandi 2022

X   Alþjóðleg verkefni  9/10

World Energy Issues Monitor 2022

 • Stærstu  mikilvægu óvissuþættirnir fyrir Ísland eru orkuskipti í samgöngum, vetnisvæðing, stjórnun loftslagsbreytinga, en þar á eftir koma starfsumhverfi,  reglur og fjárfestingarumhverfi.
 • Forgangsatriði í framkvæmdum á orkumarkaði eru hins vegar endurnýjanleg orka, stafrænar lau snir, afhendingaröryggi á orku, hagvöxtur og aðgangur að landi og vatni.
 • Fjögur helstu forgangsatriði á orkumarkaði á Íslandi árið 2022, eru endurnýjanleg orka, loftslagsmál, vetni og orkuskipti í samgöngum. Öll  þessi atriði sem lögð er áhersla á eru samtengd og styðja hvert annað til meiri heildræns árangurs á öllum þessum sviðum. Sjá nánar .  

Renewable energies

Economic Growth

Investor Environment

Hydrogen

Innovative Transport