Verð á heitu vatni

Almenningshitaveitur hafa birt reglugerðir um starfsemi sína í Stjórnartíðindum og einnig gjaldskrár og breytingar á þeim. Gjaldskrár hitaveitnanna eru mjög mismunandi og ekki gerlegt að birta þær í töflu þannig að allir gjaldskrárliðir komist til skila.

Verðlagning á heitu vatni hjá nokkrum stærstu hitaveitunum

Orkustofnun tekur reglulega saman verð á heitu vatni frá hitaveitum með reglugerð og birtir sem töflu undir talnaefni Orkustofnunar aðgengilegt hér. Þar er hægt er að skoða upplýsingar um verð á heitu vatni, fastagjöld, niðurgreiðslu úr ríkissjóði og afslætti.