Gikkskjálftar

Gikkskjálftar verða við smávægilega hækkun á vökvaþrýstingi í bergi sem er nærri brotmörkum, þá virkar niðurdælingin eins og tekið sé í gikkinn og hleypt af stað skjálfta sem er í aðsigi hvort sem er.

 Á Íslandi er iðulega reynt að örva borholur við lok borunar með því að dæla niður köldu vatni í talsverðu magni en sjaldan undir verulegum þrýstingi. Með því móti eru sprungur næst holunni hreinsaðar af borsvarfi en einnig opnast þær stundum, en þá frekar af völdum kælingar en að bergið sé beinlínis brotið með yfirþrýstingi.