Skjálftavirkni vegna niðurdælingar

Bæði vatnsnám og niðurdæling valda spennubreytingum í jarðskorpunni á vinnslu- og niðurdælinga­svæðunum. Annars vegar getur það valdið litlum jarðskjálftum sem losar þessa spennu eða flýtt fyrir jarðskjálftum sem óhjákvæmilega yrðu síðar.

Skjálftar samhliða niðurdælingu eru algengir og líklegustu skýringar þeirra eru:

a)      Vökvaþrýstingur í berginu (póruþrýstingur) vex og vinnur á móti bergþrýstingi á sprungum. Við það veikist bergið þannig að það getur gengið á misvíxl og myndað jarðskjálfta.

b)      Hitabreytingar í berginu geta haft hliðstæð áhrif og í a) af því að vökvinn sem dælt er niður er mun kaldari en jarðlögin. Það leiðir til þess að bergið kólnar næst holunni, dregst saman og brotnar.

c)      Breytt efnasamsetning gæti hugsanleg haft áhrif.

Jarðskjálftar sem verða við niðurdælingu geta verið af tvennum toga, annars vegar örvunarskjálftar (e. induced earthquakes) og hins vegar gikkskjálftar (e. triggered earthquakes).