Niðurdæling

Við jarðhitavinnslu er vökvi tekinn úr jarðhitageymi og varmaorka hans nýtt til að framleiða rafmagn eða til upphitunar. Eftir notkun er jarðhitavökvanum fargað. Þegar vökvi er tekinn úr jarðhitakerfum lækkar þrýstingur í kerfunum og sú þrýstilækkun getur takmarkað vinnslugetu svæðisins. Til að viðhalda vinnslugetunni og til að farga jarðhitavatninu eftir notkun er vökvanum eða hluta hans dælt aftur niður í jörðina þannig að hann skili sér aftur í jarðhitakerfið.