Jarðhitamál í Ölfusdal


Orkustofnun er umsjónaraðili borholna (HV-01 til HV-08) og mannvirkja þeirra sem slíkra í Ölfusdal, sem hún tók við af Jarðvarmaveitum ríkisins skv. ákvörðun stjórnvalda. 

Stofnunin hefur unnið markvisst að því að kortleggja þá notkun sem er fyrir hendi á svæðinu og kannað lögmæta hagsmuni þeirra aðila sem hafa réttindi og þeirra sem kunna að fá nýtingarleyfi síðar. Það er markmið Orkustofnunar að tryggja til lengri tíma nýtingu á jarðhita í Ölfusdal, og skapa eftir atvikum skilyrði fyrir aukinni nýtingu sem getur staðið undir rekstrar- og viðhaldskostnaði á þjóðhagslega arðbæran hátt. Þó án þess að af nýtingunni skapist hætta eða tjón sem mögulega getur orðið ef nýting á sér stað án vitundar og samþykkis eiganda mannvirkjanna og án tilskilinna leyfa. 

Telur stofnunin því best farið að um eitt nýtingarleyfissvæði sé að ræða sem nái yfir allar holurnar og er afstaða hennar, sem umsjónaraðila holnanna, að mikilvægt sé að ábyrgð á borholunum fari úr höndum ríkisins til nýtingarleyfishafa enda þykir ljóst að eftirspurn er til staðar.


Staða úttektar Orkustofnunar á jarðhitanýtingu í Ölfusdal, dags. 14. febrúar 2017.

Minnisblað Orkustofnunar:  Um jarðvarmanýtingu í Ölfusdal, dags. 14. febrúar 2017.

Borholur í Ölfusdal - mat á ástandi - skýrsla unnin af Mannvit, 2017.

Borholur í Ölfusdal - verðmat - drög að skýrslu unnin af Mannvit, febrúar 2017.

Medium Enthalpy Geothermal Systems in Iceland Thermal and Electric Potential - ÍSOR-2016/008

Notendur borholna ríkisinsí Ölfusdal 2015- Greinargerð  ÍSOR-15051

Jarðhitanotkun um borholur Orkustofnunar - dreifibréf til hagsmunaaðila í Ölfusdal, dags. 25. nóvember 2015.