Leyfisveitingar á sviði jarðhita

Orkustofnun hefur víðtækt hlutverk vegna nýtingar jarðhita, hvort sem það er vegna rafmagnsframleiðslu, hitaveitu eða iðnaðar auk þess sem rannsóknir og nýting örvera sem vinna má á jarðhitasvæðum er háð leyfi og eftirlit stofnunarinnar. Meginlagagrunnur jarðhitanýtingar byggir á lögum nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og eru helstu leyfi stofnunarinnar sem hér segir:

  • Rannsóknarleyfi (III. kafli)
  • Nýtingarleyfi (IV. og VI. kafli)
  • Rannsóknir og nýting á örverum sem vinna má á jarðhitasvæðum (34. gr) sbr. reglur nr. 234/1999

Í VIII. kafla lagnna eru nánari ákvæði um skilyrði við veitingu leyfa, efni þeirra og afturköllun og í IX. kafla um eftirlit stofnunarinnar með leitar og vinnslusvæðum.

Einnig eru veitt virkjunarleyfi til jarðhitavirkjana skv. II. kafla raforkulaga nr. 65/2003.