Ylrækt

Íslenski tómatar

Árið 1878 voru gerðar árangursríkar tilraunir með kartöflurækt í upphituðum jarðvegi á Hveravöllum í Reykjahverfi í S-Þingeyjarsýslu, sem leiddu með tímanum til umfangsmikillar kartöflu- og grænmetisræktar á svæðinu. Fyrsta gróðurhúsið sem hitað var upp með jarðhita var byggt árið 1924.

Árið 2008 var heildarflatarmál gróðurhúsa sem hituð eru með jarðhita um 192.000 m2 og þar af voru um 33% flatarmáls í uppsveitum Árnessýslu, 20% við Flúðir og 15% í Hveragerði.  Meðalársvarmaþörf gróðurhúsa er áætluð vera 3,65 GJ/m2.  Áætluð heildarnotkun gróðurhúsa á landinu árið 2008 er því um 700 TJ.