Sundlaugar
Á árinu 2009 voru starfræktir 163 sundstaðir á landinu með alls 196 sundlaugar. Heildaryfirborðsflatarmál lauganna nam 37.600 m2 og þar af var flatarmál jarðhitalauga 34.000 m2 sem jafngildir um 90% af heildinni. Jarðhitinn er því ríkjandi orkugjafi þegar kemur að sundlaugum, en flatarmál raforkukyntra lauga nam um 8% af heildinni og flatarmál olíu- og sorpkyntra lauga um 2%. Af jarðhitalaugum voru 75% undir beru lofti.
Af 163 sundstöðum á landinu höfðu 21 fleiri en eina laug. Alls voru starfræktir 134 jarðhitasundstaðir með 164 laugum. Jarðhitasundstaðir með útilaugar voru 102, en innilaugar voru á 32 stöðum. Jarðhitalaugar sem flokkuðust sem almenningslaugar voru 108, en 26 laugar flokkuðust sem einkalaugar. Orkunotkun sundlauga er talin nema 1,420 TJ árið 2008.