Raforkunotkun

rafmagnskiltiJarðhitanotkun til raforkuvinnslu er metin jafngild raforkuvinnslunni þar sem horft er til þeirrar orku sem skilar sér áleiðis til neytenda í þessu orkuformi. Frumorkunotkun til vinnslunnar er þó margfalt hærri þar sem nýtni flestra íslenskra jarðvarmavirkjana liggur á bilinu 10-15%.  Á Íslandi eru starfræktar sjö jarðvarmavirkjanir með 575 MWe í uppsettu rafafli og 453 MWth í uppsettu varmaafli. Árið 2008 nam raforkuframleiðsla jarðvarmavirkjana 4.038 GWh, sem jafngildir 14,530 TJ.