Iðnaður
Segja má að bein nýting jarðhitans í iðnaði sé fyrst og fremst til þurrkunar, hvort sem er á þörungum, fiski, steypu, timbri, eða öðru, en einnig má nefna ullarþvott og brauðbakstur. Jarðhiti er nýttur að töluverðu marki við þurrkun fiskhausa og annarra fiskhluta sem seldir eru úr landi, m.a. til Nígeríu (skreið) og Noregs (lútfiskur). Þurrkunin fór að mestu fram utandyra áður fyrr, en hefur í auknum mæli færst í upphitað skjól innandyra og jafnvel í gáma. Við það verður þurrkun hraðari og gæði vörunnar meiri. Jarðhiti er einnig notaður við iðnaðarstarfsemi á borð við þurrkun á steypueiningum og límtré.
Tölulegar upplýsingar um varmanotkun má finna hér.
Myndin sýnir jarðhitanotkun í iðnaði árið 2008 á Íslandi.