Húshitun

PerlanLangmestur hluti jarðhitans hér á landi fer til húshitunnar. Jarðhitanotkun til húshitunar og annarra húsnota jókst mikið fram eftir allri síðustu öld. Gögn um notkunina liggja ekki fyrir framan af, en frá 1970 jókst hún úr 5.000 TJ í 18.800 TJ árið 2008.  Stærstur hluti varmans fer til upphitunar húsnæðis, eða um 15.500 TJ, en einnig fer nokkur hluti í not á borð við matseld, böð og þvotta.