Fiskeldi
Jarðhitavatn má nota í eldi allra helstu tegunda á fyrstu þroskaskeiðum, en á seinni skeiðum er einungis hægt að koma nýtingu jarðhitans við í strandeldisstöðvum sem helst rækta bleikju, en einnig lax að einhverju marki. Með því að hækka hitastig á hrognum, seiðum og matfiski eykst vaxtarhraði fiskjarins. Notkun jarðhitavatns leiðir því til styttri framleiðslutíma og aukinnar framleiðni. Mikilvægi jarðhita í fiskeldi er mismikið eftir tegundum. Í bleikjueldi er jarðhiti nýttur bæði við seiðaframleiðslu og áframeldi í landkvíum, en bæði laxeldi og þorskeldi byggja að mestu leyti á eldi í sjókvíum og þar liggur mikilvægi jarðhitans fyrst og fremst í seiðaframleiðslu.
Tölulegar upplýsingar um varmanotkun má finna hér.