Lághitasvæði á Íslandi

laugarnes - lághitasvæði

Lághitasvæði eru stundum talin nálægt 250 á landinu, og eru þau mjög misstór, allt frá einstökum volgrum og upp í nokkra tugi uppsprettna. Oft er erfitt að skera úr hvað skuli teljast til eins og sama lághitasvæðis, og geta slíkar skilgreiningar breyst með tímanum eftir því sem þekking eykst á einstökum svæðum.

Samanlagt náttúrulegt rennsli lághitasvæða á landinu er lítið ef borið er saman við úrkomuna sem jarðhitavatnið á uppruna sinn að rekja til. Rennslið er tæplega 2.000 L/s og svarar til meðal úrkomu á ári um 34 km2 svæði, en það er einungis um einn þrjúþúsundasti hluti af flatarmáli landsins. Náttúrulegt vatnsstreymi til yfirborðs með lághitavatninu er um 522 MW, reiknað yfir 15°C hita. Ef einungis er reiknaður varmi yfir 40°C er varmastreymið 255 MW.