Geysir

Geysissvæðið er heimsþekkt fyrir goshveri sína. Viðnámsmælingar gefa til kynna að uppstreymi á Geysissvæði sé um sprungu, sem nái yfirborði í Geysi og liggi síðan með NNA-SSV stefnu um það bil 4 kílómetra í NNA. Viðnámskort á 600–700 metra dýpi u.s. gefa vísbendingu um sprungu við austurjaðar háhitakerfisins, með sömu stefnu og Geysissprungan. Með hækkandi hitastigi og aukinni ummyndun með dýpi lækkar viðnámið. Viðnáms­mælingarnar sjá ekki háviðnámskjarna niðri á 1000 metra dýpi í jarðhitakerfinu. Það bendir til þess að hámarkshitastig fari ekki yfir 230–240°C. Efnagreiningar á vatnssýnum úr Geysissvæði benda til 240–250°C hámarkshitastigs í jarðhitakerfinu.

Rafafl  er metið vera um 25 MWe og stærð um 5 km2.