Geysir
Geysissvæðið er heimsþekkt fyrir goshveri sína. Viðnámsmælingar gefa til kynna að uppstreymi á Geysissvæði sé um sprungu, sem nái yfirborði í Geysi og liggi síðan með NNA-SSV stefnu um það bil 4 kílómetra í NNA. Viðnámskort á 600–700 metra dýpi u.s. gefa vísbendingu um sprungu við austurjaðar háhitakerfisins, með sömu stefnu og Geysissprungan. Með hækkandi hitastigi og aukinni ummyndun með dýpi lækkar viðnámið. Viðnámsmælingarnar sjá ekki háviðnámskjarna niðri á 1000 metra dýpi í jarðhitakerfinu. Það bendir til þess að hámarkshitastig fari ekki yfir 230–240°C. Efnagreiningar á vatnssýnum úr Geysissvæði benda til 240–250°C hámarkshitastigs í jarðhitakerfinu.
Rafafl er metið vera um 25 MWe og stærð um 5 km2.