Háhitasvæði á Íslandi


Mið-Atlantshafshryggurinn liggur í gegnum Ísland, sem skýrir dreifingu jarðhitans um landið. Öflugustu háhitasvæðin liggja öll í gosbeltinu sem hefur myndast á flekaskilum. Þar eru skilyrði sérlega góð til myndunar jarðhitakerfa vegna nægra varmagjafa í formi heitra kvikuinnskota og margsprunginnar og vel vatnsgengrar jarðskorpu. Hringrás vatnsins flytur smám saman varma frá dýpri hlutum skorpunnar upp undir yfirborð þar sem hún þéttir að nokkru leyti yfirborðsjarðlögin  með útfellingum og myndar jarðhitageyma eins og þekktir eru frá borunum niður á 1 - 3 km dýpi.

Helstu háhitasvæði og einkenni þeirra eru upp talin í vefflokkunum hér til vinstri. Þegar getið er stærðar svæðis er stuðst við heimildina : Mat á vinnslugetu háhitasvæða / Orkustofnun OS-2009/09