Hitaveitur með einkaleyfi

Hitaveitur með einkaleyfi hafa fengið heimild ráðherra til þess að starfrækja hitaveitur, sem annast dreifingu eða sölu heits vatns eða gufu til almenningsþarfa á tilteknu veitusvæði, frá jarðhitastöðvum eða hitunarstöðvum með öðrum orkugjafa. Þessi heimild er miðað við þau skilyrði sem orkulög nr. 58/1967, með síðari breytingum, ákveða.

Hitaveitur með einkaleyfi skv. gildandi reglugerð í nóvember 2021. 

  • Bláskógaveita
  • Hitaveita Brautarholts
  • Hitaveita Dalvíkur
  • Hitaveita Drangsness
  • Hitaveita Egilsstaða og Fella
  • Hitaveita FjarðabyggðarHitaveita Flúða
  • Hitaveita Grímsness- og Grafningshrepps
  • Hitaveita Húnaþings vestra
  • Hitaveita Mosfellsbæjar
  • Hitaveita Öxarfjarðarhéraðs
  • Hitaveita Seltjarnarness
  • Hitaveita Skútustaðahrepps (Hitaveita Reykjahlíðar)
  • HS Veitur
  • Kjósarveitur
  • Norðurorka
  • Orkubú Vestfjarða
  • Orkuveita Húsavíkur
  • RARIK
  • Selfossveitur
  • Skagafjarðarveitur
  • Veitur

Hitaveitur með einkaleyfi hafa ekki í öllum tilfellum einkaleyfi til reksturs hitaveitu á þeim svæðum sem þær þjónusta. Nánari útlistun svæða sem heyra undir einkaleyfi er að finna í gildandi reglugerð(um) viðkomandi hitaveitu.

Gildandi reglugerðir ofangreindra hitaveitna má finna á hér: Stjórnarráðið | Reglugerðir um hitaveitur (stjornarradid.is)

Þá eru gildandi gjaldskrár ofangreindra hitaveitna teknar saman og reglulega uppfærðar hér: Stjórnarráðið | Gjaldskrár hitaveitna (stjornarradid.is)