Djúpborun

holuhonnunDjúpborunarverkefnið (IDDP – Iceland Deep Drilling Project) hófst árið 2000 þegar Orkustofnun, Landsvirkjun, Hitaveita Suðurnesja (nú HS Orka) og Orkuveita Reykjavíkur hófu undirbúning að borun 4-5 km djúprar holu á háhitasvæði á Íslandi. Árið 2008 bættist norska fyrirtækið Statoil (nú Equinor) í hópinn. 

Markmiðið var að ná dýpi þar sem 400-600°C heitan, yfirmarks jarðhitavökva væri að finna, og rannsaka hvort hægt væri að nýta hann til orkuframleiðslu. Mögulegir kostir djúpborunar eftir jarðhitavökva eru m.a. aukið orkumagn í hverri borholu, minni umhverfisáhrif, og aukin þekking á uppbyggingu jarðhitakerfa. 

Fyrsta djúpborunarholan var boruð í Kröflu árið 2009 og önnur holan á Reykjanesi árið 2017. 

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu djúpborunarverkefnisins  - iddp.is