Samgöngustefnur

Samgöngustefnur eru dæmi um lykiltól í verkfærakistu fyrirtækja og stofnana til að fækka bílum í umferðinni og hefur ríkisskattstjóri sett reglur um samgöngustyrki. Í samgöngustefnu Orkustofnunar er lögð áhersla á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum.

Starfsmenn Orkustofnunar eru því hvattir til að ferðast til og frá vinnu og/eða á vinnutíma með vistvænum ferðamáta s.s. með því að nýta sér rafhjól í eigu stofnunarinnar, almenningssamgöngur eða deilibílaþjónustu.