Rafhjól

Önnur leið til fækkun bíla í umferð er notkun á rafhjóli. Rafhjól er þægilegur og skemmtilegur ferðamáti sem bæði er umhverfisvænn og heilsusamlegur.

Rafhjól er hjól knúið af rafmótor sem, líkt og með rafbíl, er hægt að hlaða með því að stinga í samband. Mótorinn á rafhjólinu virkar þannig að það gefur aukinn kraft þegar hjólað er og þá sérstaklega í brekkum eða á móti vindi. Rafhjólið má nota allan ársins hring og að vetrarlagi er slíku hjóli flestir vegir færir á nagladekkjum.