Landtenging skipa í höfnum

Skip eins og flutningaskip, fiskiskip og skemmtiferðaskip hafa í flestum tilvikum aðalvél sem snýr skrúfunni og ljósavél sem framleiðir rafmagn fyrir nauðsynlegan búnað um borð. Skip sem staldra við í höfnum slökkva á aðalvélinni en hafa ljósavélina í gangi sem knúin er af jarðefnaeldsneyti. Útblástur gróðurhúsaloftegunda, hávaði og titringur skapast af því að hafa ljósavélar skipana í gangi í höfnunum og mikilvægt bjóða skipum upp á landtenginu þar sem þau tengjast rafmagni. Aðgerð þessi að bjóða upp á landtengingu skipa í höfnum er innviðauppbygging og þáttur í aðgerðaráætlun um orkuskipti. Það myndi t.d. skila 4% samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda í sjávargeiranum ef öll skip gætu tengst landtengingu við Faxaflóahafnir.

Landtenging skipa í höfnum er ekki alltaf einföld í framkvæmd. Skip eru mismunandi að gerð og til að geta tengst raftengilínu í höfn þarf að taka tillit til þátta eins og gerð tengis, rafbúnaðar og orkuþörf skipa. Mikilvægt er að útbúa Evrópustaðal til að samræma tengibúnað fyrir öll skip. Eins má nefna að orkufrek skip eins og flutningaskip og skemmtiferðaskip þurfa sérstakar háspennulínur. 

Ítarefni

Skýrslur styrktar af norrænu ráðherranefndinni og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, unnar af Íslenskri NýOrku og Hafinu - öndvegissetri um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins:

Skýrsla um landtengingu skipa í höfnum [Electrification of harbours].

Skýrsla um endurnýjanlega orkugjafa fyrir skip í norrænum höfnum [Best case practices in Nordic harbours for eco-friendly fuels].