Deilibílar

Ein leið til fækkun bíla í umferðinni er með svokölluðum deilibílum. Fyrirtækið Zipcar á íslandi býður upp á deilibílaþjónustu og rekur sérmerkta bíla í sérmerktum bílastæðum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið sem viðskiptavinir Zipcar geta leigt og notað. Deilibílaþjónustan hentar einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum og kemur til móts við þá sem ekki eiga bíl en þurfa að skreppa í stuttar ferðir, eins og á fundi eða til læknis. Fyrir hvern deilibíl fækka um 13-17 bifreiðar í umferðinni. Hægt er að bóka bílana fram í tímann og getur viðskiptavinur gengið að honum vísum, opnað hann, keyrt og skilað á sama stað eftir bókunartíma.

Nánari upplýsingar um deilibílaþjónustuna er að finna á heimasíðu Zipcar.