Orkuskipti í samgöngum á landi og í haftengdri starfsemi

 Aðgerðaráætlun um orkuskipti var samþykkt af Alþingi 31. maí 2017 en í henni er stefnt að því að auka hlutdeild innlendra endurnýjanlegra orkugjafa á kostnað jarðefnaeldneytis. Orkuskiptin leiða til orkusparnaðar, aukins orkuöryggis, gjaldeyrissparnaðar og minni losunar gróðurhúsalofttegunda.

Markmið með orkuskiptunum er að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi  í 10% fyrir árið 2020 og 40% árið 2030. Einnig er stefnt er að því að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í haftengdri starfsemi í 10% árið 2030.

Hagrænir hvatar og ívilnanir munu styðja neytendur og fyrirtæki til vals á endurnýjanlegum orkugjöfum sem og uppbygging innviða sem tryggja framgang orkuskipta. Fleiri rafhleðslustöðvar utan þéttbýlis má nefna sem dæmi um innviði. Betri orkunýting eldsneytis hvort sem það er af jarðefna- eða endurnýjanlegum uppruna mun stuðla að orkusparnaði.

Í aðgerðaráætluninni eru nefnd fleiri atriði sem höfð eru að leiðarljósi við orkuskiptin s.s. samstarf og rannsóknir, þróun, nýsköpun og alþjóðarsamstarf, sjá nánar þingsályktun nr. 18/146.

Mynd af orkuskiptum á Íslandi