Gagnaskil eldsneytissala og innlendra framleiðenda eldsneytis

Sölutafla fyrir eldsneytissala og framleiðendur
Sölutöflunni skal skilað í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar fyrir 1. febúar ár hvert. Ef aðilar vilja skila af sér gögnum á annan hátt en að nota sölutöfluna, geta þeir gert það, með þeim fyrirvara að sá hugbúnaður sem ætlunin er að nota hafi verið staðfestur af Orkustofnun.

Leiðbeiningar um flokkun á sölu eldsneytis
Framtal fyrir framleiðendur endurnýjanlegs eldsneytis
Framtalinu skal skilað í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar fyrir 1. febúar ár hvert.

Gæði eldsneytis

 
Samkvæmt reglugerð nr. 960/2016 skulu birgjar senda skila skýrslu í þjónustugátt Orkustofnunar fyrir 1. febrúar ár hvert um styrk gróðurhúsalofttegunda úr eldsneyti og orku, sem afhent hefur verið hér á landi, með því að veita upplýsingar sem beðið er um í skjalinu. Athugið að sbr. 2. mgr. reglugerðar nr. 960/2016 gildir hún um ökutæki til nota á vegum og færanlegum vélbúnaði til nota utan vega, þ.m.t. skip í siglingum á skipgengum vatnaleiðum þegar þau eru ekki á sjó, dráttarvélar fyrir landbúnað eða skógrækt og skemmtibáta þegar þeir eru ekki á sjó. Reglugerðin gildir ekki um eldsneyti ætlað til notkunar í flugvélum.

Í samræmi við 4. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 960/2016 skulu skýrslurnar vera yfirfarnar og vottaðar af óháðum aðilum sem Umhverfisstofnun samþykkir. Í skilum vegna gæða eldsneytis til Orkustofnunar er um að ræða framtalið vegna gæða eldsneytis. Umhverfisstofnun hefur samþykkt BSI á Íslandi sem óháðan vottunaraðila. Umhverfisstofnun bendir einnig á að birgjar geta nýtt sér þjónustu óháðra verkfræðistofa, vottunaraðila eða endurskoðenda til að yfirfara og votta skýrslurnar, að því gefnu að leitað verði eftir samþykki Umhverfisstofnunar á aðilanum.

Ákvæðið gerir ekki kröfu um að óháður aðili sé faggildur vottunaraðili og er birgjum því velkomið að óska eftir því að Umhverfisstofnun samþykki aðra aðila sem geta tekið að sér endurskoðun skýrslna af því tagi sem um ræðir.

Staðfesting á sjálfbærni

Þegar eldsneytisgögnum um sölu síðasta árs er skilað til Orkustofnunar þurfa að fylgja þeim sjálfbærniyfirlýsingar (e. proof of sustainability). Slíkar sjálfbærniyfirlýsingar eru farmskjöl sem koma með hverjum farmi af endurnýjanlegu eldsneyti.

Sjálfbærniyfirlýsingum skal skilað í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar fyrir 1. febrúar ár hvert.

Sjálfbærniyfirlýsingarnar eru gefnar út af framleiðanda sem hefur fengið upprunavottorð frá viðurkenndum útgefanda upprunavottorða. Upprunavottorðið er gilt í eitt til þrjú ár í senn og þarf að vera finnanlegt á vefsíðu útgefandans.

Eftirfarandi verður að koma fram á sjálfbærniyfirlýsingunni:

 1. Útgefandi upprunavottorðs http://ec.europa.eu/energy/en/topics/renewable-energy/biofuels/voluntary-schemes
 2. Númer upprunavottorðs (Certificate number).
 3. Samdráttur í losun í prósentum (Emission reduction)
 4. Upprunaland (Country of Origin of Feedstock)
 5. Tegund eldsneytis
 6. Tegund hráefnis (Biofuel feedstock)
 7. Íblöndun ef við á
 8. Landnotkun ef við á

Greinargerð um uppruna innlends endurnýjanlegs eldneytis
Gera þarf grein fyrir uppruna endurnýjanlegs eldsneytis sem hefur ekki upprunavottorð frá viðurkenndum vottunaraðila endurnýjanlegs eldsneytis í samræmi við lög nr. 40/2013. Athygli skal vakin á því, að einungis eldsneyti sem framleitt er úr íslensku hráefni eða úrgangi sem fellur til á Íslandi heyrir undir slíka greinargerð.

Ef hráefni er flutt inn, verður hráefnið að hafa upprunavottorð, en hægt er að skila inn greinargerð um framleiðsluna.

Greinargerð skal skilað í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar fyrir 1. febúar ár hvert.

Leiðbeiningar fyrir þjónustugátt Orkustofnunar

Áður en gögnum er skilað inn í þjónustugátt Orkustofnunar þarf að vera búið að sækja skjölin á heimasíðu Orkustofnunar, www.os.is  og vista þau á heimadrifi og færa inn allar þær upplýsingar sem beðið er um. Eftir það eru skjölin vistuð aftur.

Hér koma stuttar leiðbeiningar um hvernig skila á gögnum inn í  þjónustugátt Orkustofnunar:

 1. Inn á heimasíðu Orkustofnunar www.os.is er að finna hlekkinn Þjónustugátt
 2. Þegar þangað er komið er smellt á hlekkinn Nýskráning sem er að finna efst á síðunni.
 3. Hér er hakað við Tengiliður fyrirtækis Þá birtast reitir þar sem fylla á út upplýsingar um fyrirtækið og tengilið þess. Einnig þarf að búa til notendanafn og lykilorð sem notað er við innskráningu inn í þjónustugáttina.
 4. Nú er aftur farið á upphafsíðu þjónustugáttar og  smellt á hlekkinn Innskráning.
 5. Skráð inn notendanafn og lykilorð sem fyrirtækið hefur búið til.
 6. Nú er fyrirtækið komið inn á sitt „heimasvæði“. Til að hlaða framtalsgögn og skýrslum inn í þjónustugáttina er valinn hlekkurinn Umsóknir/Gagnaskil.
 7. Valið er hlekkurinn  Eldsneyti – Gagnaskil
 8. Hér þarf að fylla inn nafn fyrirtækis.

·      Eldsneytissalar: hlaða inn sölutöflu á eldsneyti bæði á excel formi og pdf formi sem er áritað af endurskoðanda.

·      Eldsneytisframleiðendur: hlaða inn framleiðsluyfirliti bæði á excel formi og pdf formi sem er áritað af endurskoðanda.

·      Ef um vottað eldsneyti er að ræða þarf fyrirtækið að hlaða hér upp gögnum frá viðurkenndum vottunaraðilum.

·      Ef um annað eldsneyti er að ræða getur fyrirtækið skilað inn greinargerð um uppruna eldsneytis, áritað af endurskoðanda í stað gagna frá viðurkenndum vottunaraðilum.

·      Ef engin sala var hjá fyrirtækinu þá er hakað við „engin sala á árinu“.

·      Ef fyrirtækið er hætt öllum rekstri tengdum eldsneytissölu eða framleiðslu eldsneytis þá er hakað við„Fyrirtækið er hætt störfum“.

Þegar búið er að fara gaumgæfilega yfir allt þá er ýtt á flipann „senda“.