Rafbílar

Hreinir rafbílar

Rafbílar eru bílar sem ganga beint og alfarið fyrir rafmagni sem geymt er í rafhlöðum um borð. Rafbíla má hlaða heimafyrir og á hleðslu- eða hraðhleðslustöðvum víðsvegar um landið. Hraðhleðsla býður upp á það öryggi sem ökumenn eiga að venjast með fljótandi eldsneyti, að hægt sé að fylla á tankinn áður en bíllinn verður orkulaus og langt er heim. Hleðslustöðvum hefur fjölgað ört á Íslandi að undanförnumun og mun sú þróun halda áfram. Þessi uppbygging hefur m.a. verið styrkt af Orkusjóði.

Hröð þróun á rafbílum veldur því að verð á rafgeymum fer lækkandi og akstursdrægni eykst. Rafbílar á Íslandi eru knúnir rafmagni sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Helstu umhverfisáhrif af rafbílum tengjast rafgeymum.

Tengiltvinnbílar

Bílar sem knúnir eru með rafhreyfli og bensín- eða dísilvél og hægt er að stinga í samband nefnast tengiltvinnbílar. Þegar rafgeymirinn tæmist nýtir bílinn orku frá eldsneytisvélinni, en útfærslur á þessu eru aðeins mismunandi milli bílategunda. Samanborið við bensín- eða dísilbíla hafa tengiltvinnbílarnir svipaða akstursdrægni en eru sparneytnari og knúnir endurnýjanlegum orkugjafa að hluta. Tengiltvinnbílar hafa ekki sömu akstursdrægni á rafgeyminum og rafbílar.