Metanól

Metanól er framleitt hérlendis hjá Carbon Recycling International (CRI)  sem tilbúið eldsneyti úr vetni, framleiddu með rafgreiningu vatns, og koltvísýringi sem losaður er við nýtingu jarðhita. Það má því orða það þannig, að metanólið nýtist sem geymslumiðill vetnis. Kostir metanóls fram yfir hreint vetni eru einkum tengdir geymslunni.  Metanólið er t.d. vökvi en ekki gas, og þarf því ekki að geyma á sérstökum þrýstigeymum.  Líkt og vetnið, er hægt að nýta metanól bæði sem eldsneyti í bíla sem ganga fyrir brennsluhreyflum og bíla sem nýta efnarafla. Að auki er hægt að blanda metanólinu út í bensín líkt og etanóli.  Metanól sem framleitt er hérlendis er að mestu leyti flutt út.