Eldsneytisspá
Í eldsneytisspá er spáð fyrir um eldsneytisnotkun eftir tegundum og notkunarflokkum. Fjölmargir aðilar nýta sér spána, bæði vegna þeirra sögulegu upplýsinga sem þar koma fram sem og til áætlanagerðar.
Eldsneytishópur Orkuspárnefndar sér um gerð eldsneytisspár og hefur hópurinn starfað frá árinu 1988. Í honum eiga sæti fulltrúar Orkustofnunar, Umhverfisstofnunar, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu.
Nýjasta eldsneytisspá útgefin af Orkuspárnefnd Orkustofnunar í september 2021