Annað útboð á sérleyfum til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæði

Orkustofnun, í umboði iðnaðarráðherra f.h. íslenska ríkisins, auglýsti þann 3. október 2011,  eftir umsóknum vegna annars útboðs á sérleyfum til rannsóknar- og vinnslu kolvetnis á Drekasvæði í samræmi við ákvæði laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001 , með síðari breytingum, reglugerðar sama efnis, nr. 884/2011, og ákvæði tilskipunar 94/22/EB frá 30. maí 1994 um skilyrði fyrir veitingu og notkun leyfa til að leita að, rannsaka og vinna kolvatnsefni.

Umsóknarfrestur vegna veitingar sérleyfa til rannsókna- og vinnslu kolvetnis á Drekasvæði rann út þann 2. apríl 2012.