• header_eldsneyti

Eldsneyti

Allt jarðefnaeldsneyti sem er notað á Íslandi er innflutt. Orkustofnun kynnir notkun á innlendum, vistvænum orkugjöfum jafnframt því sem stofnunin kemur með tillögur að leiðum til að draga úr eldsneytisnotkun.

Allt jarðefnaeldsneyti sem er notað á Íslandi er innflutt. Orkustofnun kynnir notkun á innlendum, vistvænum orkugjöfum jafnframt því sem stofnunin kemur með tillögur að leiðum til að draga úr eldsneytisnotkun. Orkustofnun safnar gögnum um eldsneytisnotkun og birtir regulega orkuspár.


Vistvænt eldsneyti

Leiðir til að knýja faratæki með vistvænum hætti eru mjög í umræðunni um allan heim um þessar mundir og hafa möguleikarnir aldrei verið fleiri í þeim efnum. Í þróun eru bílar sem ganga fyrir vetni, rafmagni, bæði rafmagni og bensíni, etanóli, metanóli, bútanóli, metani, E85, lífdísilolíu og jafnvel samanþjöppuðu lofti.

Eldsneytisspá

Í eldsneytisspá er spáð fyrir um eldsneytisnotkun eftir tegundum og notkunarflokkum. Fjölmargir aðilar nýta sér spána, bæði vegna þeirra sögulegu upplýsinga sem þar koma fram sem og til áætlanagerðar. Eldsneytishópur Orkuspárnefndar sem sér um gerð eldsneytisspár hefur starfað frá árinu 1998.

Eldsneytisnotkun á Íslandi

Megnið af innfluttu eldsneyti Íslendinga er notað við fiskveiðar og í samgöngum eða um 90% af innfluttri olíu. Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga notar megnið af innfluttum kolum eða um 90% og það sem eftir stendur er notað í Sementsverksmiðjunni. Notkun á gasi er óveruleg miðað við annað eldsneyti.